Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er áróður Umferðarstofu að skila árangri?

Í vinnunni í dag þurfti ég að skreppa austur fyrir fjall, nema hvað á leiðinni blasir við flennistórt auglýsingarskilti sem hefur að geyma upplýsingar um hvað margir hafa látist í umferðinni í ár.  Sem fékk mig til að hugsa! Hefur áróður umferðarstofu skilað einhverjum árangri?  Eru auglýsingar þar sem gerandinn í slysi er oft á tíðum sýndur sem heimskur karlmaður annað hvort fullur eða einfaldlega vitlaus, og gerðar hafa verið fyrir tug milljónir króna, sýndar á rándýrum tímum í fjölmiðlum einhverju skilað? Er starfsmaður frá Umferðarstofu blaðrandi í tíma og ótíma í fjölmiðlum um að muna eftir að spenna beltið og kveikja á ljósum að skila einhverjum árangri?  Í ársskýrslu Umferðarstofu frá árinu 2005 er tíundað um markmið sem stjórnvöld hafa sett sér ásamt umferðarstofu um að lækka fjölda slasaðra og látinna að jafnaði um 5% á ári til ársins 2016.  Hvernig getur það gerst þegar strax árið eftir, 2006 fer tala látinna úr 19 í 31, og fjöldi slasaðra úr 1013 í 1327.  Hvernig getur það gerst eftir allan þennan áróður sem Umferðarstofa stuðlar að?  Er hún á rangri braut?!  Frá árinu 1966 hafa 958 látist í umferðinni, flestir árið 1977 en þá létust 37. Ég geri mér grein fyrir því að fjöldi bíla hefur aukist gríðarlega síðan þá,  en á móti hafa bílar þróast og orðið öruggari og af sama skapi aukið umferðaröryggi, vegir hafa breyst o.s.frv.  Þess vegna situr þessi spurning í mér síðan í dag....Er áróður umferðarstofu að skila árangri?!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband