Sumarfrí part2....

Lífið er óútreiknanlegt!...því fæ ég að finna fyrir þessa dagana! Í síðustu viku var lífið dásamlegt þar sem veðrið lék við hvorn sinn fingur og ég var úti að skokka, á línuskautum og í sundi upp á hvern dag.  Á mánudaginn fór ég svo að finna fyrir óþægindum í hálsi og fór í apótekið til að kaupa Strepsil eða hvern fjandann það heitir og borgaði 800 kr fyrir pakkann sem er rán um hábjartan dag.  Hefði alveg eins getað sleppt að éta það helv***  því á fimmtudaginn þegar ég var ekkert búin að sofa fyrir þurrum hósta og búin að bryðja allar verkjatöflur sem ég gat fundið og drekka Panodil hot eins og það væri svaladrykkur og ekkert batnaði, þá hundskaðist ég til læknisins um morgunin alveg að drepast, hrikalega pirraður yfir því vera í sumarfríi eyðandi tímanum í þetta og ekkert búin að mæta í ræktina! Læknirinn skoðaði mig vel og vandlega, og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri með lungabólgu! .......já! Ég má ekki mæta í ræktina fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku og ég á að taka það rólega.  Það er skemmst frá því að segja að Rúnar minn er hjá mér og síðustu dagar hafa verið mjög rólegir, en hann er að fíla þetta því að ég er búinn að taka helling af dvd og í gær horfðum við á allar Lord of the rings myndirnar og það fór náttúrulega dagurinn í það.  En á milli fer hann út að leika sér hérna í hverfinu. Svo erum við að leika okkur og fíflast.  Hér er eitt myndband sem ég tók af honum í galsakasti.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jább, ég tek þetta á mig. Hef örugglega smitað þig af þessu um daginn þegar við tókum 3ja tíma símtal!

Rúnar er upprennandi og nýr Simmi í kastljósinu. Þvílík tilþrif að kasta sér í ljósið eftir kynninguna og þetta er án vafa vatnaskil í íslenskri fréttasögu

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:01

2 identicon

Missir maður matarlistina ef maður er með lungnabólgu  æi nei ljót...... hristu þetta af þér það er ekki veður til að væla....

Signý (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

......já...Svavar það getur verið!.... heimasíminn var eitthvað slappur um daginn........já......Rúnar er að taka þetta mjög alvarlega.....kastar sér í ljósið......hehe... 

Signý....þegar maður er búin að éta verkjatöflur og Strepsil og drekka Panodil hot allan daginn.....þá hefur maður ekki lyst á meiru.......

Helgi Kristinn Jakobsson, 7.7.2008 kl. 20:00

4 identicon

Junior-inn virðist trekkja dömurnar að, stelpan mín er búin að horfa á þetta myndband 18sinnum í röð! Hringdu í Þórhall(hrukku-enni) og negldu samning!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

.....já ég er sit hér sveittur að útbúa samninginn.......hehe.....svo getur Rúnar náttúrulega komið og tekið þetta live fyrir hana krúttu þína

Helgi Kristinn Jakobsson, 10.7.2008 kl. 21:16

6 identicon

Fáðu þér bara ískalt Krap, það kostar bara skrilljón og veldur manni brainfreeze ;)

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband