Færsluflokkur: Bloggar
Er fólk fífl?!
22.5.2007 | 22:10
Mikið rosalega getur fólk verið mikið fífl. Þannig er mál með vexti að ég hitti gamla skólasystir í gær sem ég spjallaði aðeins við, og barst þá í tal hvað hefði orðið um hina og þessa sem voru með okkur í skóla og í framhaldi af því spurði ég hana um vinkonu hennar sem hún þvældist mikið með í skólanum. Það er ótrúlegt en sagt að þessi fyrrverandi vinkona hennar heilsar henni ekki og þegar hún hefur reynt að tala við hana þá þykist hún ekki kannast við hana. Hvað er að svona fólki?!!
Ég get líka persónulega sagt frá tveimur svona dæmum:
Annað dæmið er stúlka sem var með mér í skóla og meir að segja í bekk.. Við töluðum nokkuð mikið saman og svo var náttúrulega djammað á þessum árum. Eftir skóla sá ég eða hitti þessa stúlku ekkert í mörg ár. Dag einn í ónefndri verslun þá rekst ég á hana og heilsa ég henni og spyr hana um nafn og hvort hún sé ekki stúlkan sem var með mér í skólanum, jú hún kannaðist við það að vera þessi stúlka en þekkti mig ekki neitt............dddhu, hversu asnalegt er það.
Hitt dæmið er það að ég þurfti að kynna vöru sem ég er að selja í verslun núna um daginn. Allt í einu stendur fyrir framann mig maður sem ég hef þekkt í gegnum félaga minn og hef oft spjallað við hann, og spyr mig út í hörgul um vöruna sem ég er að kynna, alveg blákaldur án þess að heilsa eða spjalla eins og við höfðum oft gert.
Ég er alveg klár á því að báðir þessir aðilar sem ég nefni þekktu mig en af einhverjum ástæðum ekki viljað það. Kannski er ég svona leiðinlegur, en skólasystir mín sem ég hitti í gær og sagði mér frá ,,fyrrverandi vinkonu sinni, minnti mig á það að það er kannski önnur ástæða! að fólk er stunum ekki alveg í lagi, og er fífl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
100 ár....
20.5.2007 | 14:03
Ég fermdist í þessari kirkju..........mér finnst eins og það séu 100 ár síðan..
Patreksfjarðarkirkja 100 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ertu búinn að kjósa ...ef ekki..
12.5.2007 | 11:46
Þá vill ég minna á það að við búum í lýðræðisríki þar sem hvert einasta atkvæði skiptir máli, drífðu þig á kjörstað og taktu afstöðu!
Búið að opna kjörstaði um allt land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Getur verið..?
8.5.2007 | 21:32
Jörðin er talin vera í kringum 4,6 milljarða ára gömul, hér hefur ríkt heittemprað loftslag í margar aldir, ísaldir hafa varið í milljónir ára. Það er hægt að rekja mannkynið 1-2 milljónir aftur í tíman, mannkynið sjálft er talið 120- 200 þúsund ára gamalt. Getur verið að við mannkynið höfum einhvað við því að segja hvað náttúran tekur upp á því að gera. Getur verið að loftlags breytingar sem eiga sér stað núna séu af náttúrulegum orsökum. Eldgos og jarðskjálftar eru til dæmis afar óheppileg fyrir umhverfið, ekki komum við í veg fyrir þau!. Getum við komið í veg fyrir loftslagsbreytingar? Ja.....spyr sá sem ekki veit.....
Kyrrahafsríki funda um loftslagsbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aumingja Framsóknaflokkurinn.....
5.5.2007 | 11:52
Það virðist allt vera upp á móti hjá þeim blessuðum, ekki einu sinni hægt að reikna rétt út auglýsingakostnað á þá, eru fjölmiðlar að leggja þá í einelti.....??
Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðji í Herbalife.
2.5.2007 | 20:53
Ég ákvað að byrja á Herbalife í vikunni og er á þriðja degi! Þar sem ég hef stundum ekki tíma til að borða, og mig langar til að ná af mér svona 6 kg..... þá á þetta að vera lausnin! Það er skemmst frá því að segja að ég var næstum því búinn að éta mælaborðið í bílnum mínum áðan....................ég er svo SVANGUR!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það verður að segjast að......
30.4.2007 | 12:32
þetta kallar maður blindflug í lagi....
Blindur maður flaug hálfa leið umhverfis hnöttinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er að vona.....
30.4.2007 | 12:24
Vinna hafin á ný í hluta Kárahnjúkaganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hörmulegt..!
28.4.2007 | 12:57
Hveragerði: Húsráðanda sleppt eftir skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr bíll vs. gamall bíll
22.4.2007 | 22:12
Hvort á ég að halda áfram að aka á gamla bílnum og leggja fyrir peninga , eða kaupa mér nýjan bíl.? Er búinn að eyða talsvert í þennan bíl sem ég ek um á, og á föstudaginn fékk hann ekki skoðun út af ýmsum atriðum sem þarf að laga en það getur endað í 60-70 þúsund kalli að gera við það! Og ég er nýbúinn að kaupa ný sumardekk undir hann sem kostaði mig tæpar 30 þúsund.
Annars virðist sem svo að peningar fljúgi úr höndunum á mér þessa daganna, var tekinn fyrir of harðan akstur á Miklubrautinni(var í vinnunni!) þar sem ég hélt að væri 80 km hámarkshraði, en er bara 60. og ég var tekinn á 90..grgrrrrrrrr ég var brjálaður! Það kemur til með að kosta mig 25 þús. Eftir þetta ek ég um á löglegum hraða, og ég segi það sagt að meira segja gamalmenni taka framúr mér og steyta hnefa, ég er bara fyrir!.........Öllum! Ég ætti kannski að fá mér reiðhjól..........og kjósa Vinstri græna!.......................not!! Annars allt gott að frétta, helgin var góð, ég var með Rúnar. Fór með honum á fótboltaæfingu. Þetta var önnur æfingin hjá honum og nú er að sjá hvort hann hafi áhuga til að halda áfram. Verð ekki heima næstu þrjá daga., þarf að skreppa norður í söluferð.............yfir og út.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)