Færsluflokkur: Bækur

Afmörkuð stund

Var að lesa bókina eftir Ingólf Margeirsson Afmörkuð stund þar sem hann lýsir reynslu sinni af heilablóðfalli og þeirri þrautagöngu sem tók við eftir það.  Það er ótrúlegt hvað manni finnst allt vera sjálfsagt mál eins og að hafa góða líkamlega heilsu, þessi bók vakti mig til umhugsunar um það, og að það sem mestu skiptir máli er að elska og virða þá sem standa manni næst og gefa sér tíma í það því maður veit aldrei hvað dagurinn í dag hefur upp á að bjóða!  Ég man eftir Ingólfi í sjónvarpsþáttum á RÚV sem hétu Á elleftu stundu þar sem hann og Árni Þórarinsson rithöfundur tóku á móti gestum og röbbuðu um lífsins gagn og nauðsynjar, ég man að mér þótti þetta afskaplega skemmtilegir þættir þar sem viðmælendur komu úr ýmsum áttum og voru málefni af ýmsum toga mis alvarleg þó en alltaf rædd með undirliggjandi gáskafullum húmor.   Það er alveg eins með þessa bók að þótt að viðfangsefnið sé háalvarlegt þá greinir maður strax þann húmor og lífsvilja sem Ingólfur virðist hafa ótakmarkað af og nær að miðla í gegnum þessa bók.  Það gaf mér mikið að lesa þessa bók og hvet ég alla til að lesa hana!!!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband