Páskaönd
14.4.2007 | 13:04
Jæja það er kominn tími á blog, það er komin ár og dagar, og margt hefur breyst síðan ég bloggaði hér síðast. Ég hef skipt um vinnu, er fluttur og skilin. Landslagið í mbl bloggheiminum hefur breyst töluvert, nú eru þjóðþekktir einstaklingar sem skrifa um allt milli himins og jarðar, sem er mjög skemmtlegt því maður hefur gleymt sér við lestur á hinum og þessum síðum, sem hefur náttúrulega leitt til þess að maður hefur haft lítinn tíma til að skrifa einhvað af viti.
Það er svo margt sem mig langar til að skrifa um, en ég ætla bara að byrja á léttri færslu. Ég fór til Akureyrar um páskana og heimsótti þar góðan vin minn sem býr þar með kærustu sinni, þetta er ekki í frásögur færandi nema að ég var þarna í góðu yfirlæti og á hverjum degi töfraði Hulda(kærasta vinar míns)fram ævintýrarétti og á páskadag borðuðum við önd. þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég fæ heimaeldaða önd. Ég man einu sinni eftir því að fyrrverandi tengdapappi minn, sem fyrir nokkrum árum ætlaði að slá í gegn með bakaðri önd, bað okkur öll afsökunar á því að hafa látið sig detta í hug að eyðileggja annars ágætis kvöldstund sem við áttum þarna saman, ég, hann og fleiri, því þegar maður reyndi að skera öndina var hún svo seig að elstu menn mundu ekki annað eins! Þetta var í fyrsta skipti sem ég smakkaði önd og sú reynsla fékk mig til að efast um hvort þessi matur væri yfirleitt nógu góður til manneldis. En þessi reynsla fyrir norðan yfir páskana þar sem Hulda yfirkokkur stóð vaktina yfir öndinni ásamt fleirum fékk mig til að garga af gleði!.........kannski aðeins of ýkt, en ég var svo ánægður með þetta að ég á mynd af öndinni sem ég held að ég rammi inn og setji inn í STOFU eða láti Tolla mála mynd af henni......takk fyrir mig!
Athugasemdir
voru franskar með henni....he he
Anna Helga (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.