Sumardagurinn fyrsti á 905 kr. !

Skrapp og fékk mér kaffibolla (Sviss Mokka) og kökusneið á kaffihúsi í dag.  Ég var rukkaður um 905 kr.!!!!   Kaffið á kr. 305 og einkvað í kringum 50 ml. og kökusneiðin var svona um 80 gr. á 600 kr.   Ég borgaði þegjandi og hljóðalaust enda geri ég mig grein fyrir því að það kostar að reka kaffihús.  Þegar ég ætlaði að setjast þá voru flest öll borð upptekin, nema fáein sem ekki var búið að þrífa. 

 

Ég settist við eitt þeirra og ákvað að bíða efir veitingunum sem ég hafði keypt mér og bjóst við að það kæmi starfsmaður að þrífa borðið.  Eftir nokkrar mínútur gafst ég upp á því að bíða og tók allt draslið sjálfur af borðinu og færði það yfir á annað og sópaði nett af borðinu, tók svo til við að lesa blöðin. 

 

Þegar ég var búinn að lesa dágóða stund fór ég að líta eftir veitingunum sem ég hafði pantað mér, og tók ég þá eftir því að það voru þrír starfsmenn á vakt.  Eftir nokkrar mínútur í viðbót birtist loksins einn starfsmaðurinn með kræsingarnar sem ég hafði verslað.  Þegar ég fékk mér bita af kökunni þá uppgötvaði ég það að kakan var gömul, þurr og geymslubragð af henni og eftir tvo bita ýti ég henni frá mér.  Á meðan ég kláraði þessa 50 ml af kaffi, hugsaði ég með mér, fyrir hvað var ég að borga!

Ég er ekki nískur, en ég veit að 80% af þessum 905 kr. sem ég borgaði, er gjald fyrir þjónustu, (fyrir utan að kakan var bökuð fyrir mig og kaffið lagað) Hin 20% fara í efniskostnað og skatt.  Þjónustan var engin, (tók sjálfur af borðinu) og kakan var svo að segja ónýt.  Þannig að ég borgaði 905 kr. fyrir kaffibolla. 

 

Ég skil ekki þetta metnaðarleysi sem tröllríður öllum fyrirtækum í þjónustugreininni,  að hafa þrjá starfsmenn þegar brjálað er að gera,  og bjóða upp á gamla köku á sjálfan sumardaginn fyrsta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband