Nýr bíll vs. gamall bíll
22.4.2007 | 22:12
Hvort á ég að halda áfram að aka á gamla bílnum og leggja fyrir peninga , eða kaupa mér nýjan bíl.? Er búinn að eyða talsvert í þennan bíl sem ég ek um á, og á föstudaginn fékk hann ekki skoðun út af ýmsum atriðum sem þarf að laga en það getur endað í 60-70 þúsund kalli að gera við það! Og ég er nýbúinn að kaupa ný sumardekk undir hann sem kostaði mig tæpar 30 þúsund.
Annars virðist sem svo að peningar fljúgi úr höndunum á mér þessa daganna, var tekinn fyrir of harðan akstur á Miklubrautinni(var í vinnunni!) þar sem ég hélt að væri 80 km hámarkshraði, en er bara 60. og ég var tekinn á 90..grgrrrrrrrr ég var brjálaður! Það kemur til með að kosta mig 25 þús. Eftir þetta ek ég um á löglegum hraða, og ég segi það sagt að meira segja gamalmenni taka framúr mér og steyta hnefa, ég er bara fyrir!.........Öllum! Ég ætti kannski að fá mér reiðhjól..........og kjósa Vinstri græna!.......................not!! Annars allt gott að frétta, helgin var góð, ég var með Rúnar. Fór með honum á fótboltaæfingu. Þetta var önnur æfingin hjá honum og nú er að sjá hvort hann hafi áhuga til að halda áfram. Verð ekki heima næstu þrjá daga., þarf að skreppa norður í söluferð.............yfir og út.......
Athugasemdir
Nýrri bíl, engin spurning og hafðu hann bara kraftlítinn.
Vonum að guttinn fíli sig í fótboltanum, íþróttir eru góðar forvarnir og svo er náttla brjálaður peningur í þessu sporti
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.