Er fólk fífl?!

Mikið rosalega getur fólk verið mikið fífl.  Þannig er mál með vexti að ég hitti gamla skólasystir í gær sem ég spjallaði aðeins við, og barst þá í tal hvað hefði orðið um hina og þessa sem voru með okkur í skóla og í framhaldi af því spurði ég hana um vinkonu hennar sem hún þvældist mikið með í skólanum.  Það er ótrúlegt en sagt að þessi fyrrverandi vinkona hennar heilsar henni ekki og þegar hún hefur reynt að tala við hana þá þykist hún ekki kannast við hana.  Hvað er að svona fólki?!! 

 

Ég get líka persónulega sagt frá tveimur svona dæmum: 

 

Annað dæmið er stúlka sem var með mér í skóla og meir að segja í bekk..  Við töluðum nokkuð mikið saman og svo var náttúrulega djammað á þessum árum.  Eftir skóla sá ég eða hitti þessa stúlku ekkert í mörg ár.  Dag einn í ónefndri  verslun þá rekst ég á hana og heilsa ég henni og spyr hana um nafn og hvort hún sé ekki stúlkan sem var með mér í skólanum, jú hún kannaðist við það að vera þessi stúlka en þekkti mig ekki neitt............dddhu, hversu asnalegt er það.

 

Hitt dæmið er það að ég þurfti að kynna vöru sem ég er að selja í verslun núna um daginn.  Allt í einu stendur fyrir framann mig maður sem ég hef þekkt í gegnum félaga minn og hef oft spjallað við hann, og spyr mig út í hörgul um vöruna sem ég er að kynna, alveg blákaldur án þess að heilsa eða spjalla eins og við höfðum oft gert. 

 

Ég er alveg klár á því að báðir þessir aðilar sem ég nefni þekktu mig en af einhverjum ástæðum ekki viljað það.  Kannski er ég svona leiðinlegur, en skólasystir mín sem ég hitti í gær og sagði mér frá ,,fyrrverandi” vinkonu sinni, minnti mig á það að það er kannski önnur ástæða! að fólk er stunum ekki alveg í lagi, og er fífl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband