Skil ekki kvenfólk....
13.11.2007 | 21:41
Í morgun tók það mig 40 mín að vakna! það er bara þannig að þegar líður á veturinn og það fer að vera myrkur nánast allan sólarhringinn, þá er ég bara þungur í gang á morgnana. Og ekki er á það bætandi að það er búið að vera rok og rigning í margar vikur! Ég hef ekki nennt í líkamsrækt og ég er dottinn í KFC, American Style og allan pakkann! Dagurinn í dag var svo sem ekki frábrugðinn öðrum dögum sem undan hafa gengið, nema að ég heyrði í fyrrverandi. Eftir það samtal fór sjálfsvorkunnin úr fjórum í tíu. HVAÐ EF ÉG GERT HENNI!!!!! það er með öllu óskiljanlegt hvað það er sem fær manneskju til að snúast í 180° með viðhorf og skoðanir og getað slökkt á öllum tilfinningum í leiðinni og verið svo með leiðindi ofan í kaupið. En það virðist sem þessi "dýrategund" kvenfólk geta gert! Ég hélt að við hefðum verið búin að gera upp öll okkar mál, en það virðast alltaf vera hægt að finna einhverjar leiðir til að klekja á manni. Samt sakna ég hennar og elska ennþá þrátt fyrir hennar galla, og er það ekki alveg dásamlega fáráðlegt. Ég er heiðarlegur og góður strákur! ég hef bara mína kosti og galla eins og venjulegt fólk, en það virðist sem þessi fyrrgreinda "dýrategund" haldi að karlmenn fæðist bara með kosti! og ef að gallar koma í ljós! nú þá er bara að skila "vörunni"! og er það málið í dag! að kvenfólk gerir endalausa kröfu um daga víns og rósa í sambúð og hjónabandi, má ekkert bjáta á. Svo heyrir maður af kvenfólki, vel gefnum og fallegum ungum konum sem eru beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem lemur hausinn við steininn, og reynir aftur og aftur að búa með viðkomandi. Sem fær mig til að spá, og alltaf kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég skil ekki kvenfólk! Djöfull er ég bitur maður.....held ég fari og fái mér ís, eða kaffishake.......
ps. þetta var frekar ömurlegur dagur og er enn! og skrifast undir þeim formerkjum............
Athugasemdir
Já Helgi minn. Við greinilega klikkum á því sem einn sagði að það fyrsta sem maður á að gera er að tuska þær aðeins til og svívirða, þá yfirgefa þær mann aldrei. Hef bara ekki hjarta í mér til að framkvæma slíkan gjörning
En það er mikið til í þessu hjá þér að fólk virðist ekki vera tilbúið að tækla vandamálin, alltaf bara grænna hinum megin.
Varðandi KFC, láttu mig vita næst þegar þú verð, ég mun koma með og panta tvö hægri læri...löðrandi í Buffalo sósu!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:57
......og hafðu það ríflega!.......leggir, upplæri og allt saman og svo er það "who´s asking" á föstudaginn......já já og sei sei
Helgi Kristinn Jakobsson, 13.11.2007 kl. 23:15
Nau nau...bara dumb and dumber!
...tissjú?
Sæunn (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:23
hahaha...já það er lægð yfir landinu!!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:49
hehe....dumb and dumber......tissjú!.........not for me! æ vil not sér a tér for ðat vúman! spurning að tala við Þorgrím Þráins.......hehe.......bíddu ég frétti að hann væri byrjaður að reykja!............
Helgi Kristinn Jakobsson, 14.11.2007 kl. 16:32
Æi ekki gott að heyra Helgi minn En skelltu þér á höfðann og fáðu þér einn kaffishake, hann klikkar ekki þér líður allavega miklu betur í svona 10-14 mín á meðan þú ert að drekka hann (eða ca 6 mín eins og þú drekkur hann )
Eigðu gott kvöld og góða viku og góðan mánuð og gott ár....
Anna J. Óskarsdóttir, 14.11.2007 kl. 18:23
bling bling bling, Benzinn seldur...tralalalalaaa
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:11
Þú ert snillingur...
Respect...
Freyr Hólm Ketilsson, 14.11.2007 kl. 23:04
jillí manillí....tvær vikur! nú opnum við bílasölu við hliðina á Gumma.....hehe
Takk Anna mín, ég á eftir að fá mér nokkra!.....
Helgi Kristinn Jakobsson, 14.11.2007 kl. 23:06
Takk fyrir það Freyr! en snillingar eru oft misskildir, illa skildir og fráskildir......og já já....
Helgi Kristinn Jakobsson, 14.11.2007 kl. 23:09
HÆ ÁSGEIR HÉR!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:50
Held að þið ættuð að stofna stuðningshóp strákar
Ég get reddað ykkur magnafslætti á tissjúi...djöst sei ðe vörd.
Sæunn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 13:18
Er það ekki af því Helgi var að spila með Didda fiðlu í den??
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:00
ahhhh ......andskotinn! er þetta fiðluleikari, ég var búinn að panta suður-amerískan klassískan gítarsenjor!
stuðningshóp segir´ðu! og hittast reglulega á KFC, ég veit ekki......
Helgi Kristinn Jakobsson, 15.11.2007 kl. 16:42
AF HVERJU ER KOMMENTAPARTÝIÐ ALDREI HJÁ MÉR????
Sæunn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:37
......jú!.....er með það! 517-3030.....mér finnst bara svo skrýtið að hann talar bara um einhverja inniskó sem þú gleymir alltaf að fara í.....
Helgi Kristinn Jakobsson, 15.11.2007 kl. 21:00
Já og hver á ekki inniskó sem "þekkja" mann eða muna eftir manni
annapanna (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.