Pabbi af hverju........

Strákurinn minn hann Rúnar er sjö ára.  Hann kemur til mín aðra hverja helgi og oftar þegar svo liggur við.  Það er svo gaman að fá hann og við skemmtum okkur vel saman, það er farið í bíó, horft á dvd, farið í heimsóknir o.s.fv 

Stundum fer þessi skemmtun fyrir ofan garð og neðan, því hann er á þessum aldri þar sem forvitnin er farin að segja verulega til sín og dynja stundum á mér spurningarnar.  Þegar við erum t.d að horfa á mynd þá þarf ég reglulega að biðja hann að horfa á myndina og hætta að spyrja svona, þetta er sérstaklega vont í bíó því það er ekki gaman að vera spjalla í bíó. 

Núna er hann búinn að uppgvöta Elvis, Bítlanna og Mikael Jackson og spurningarnar sem ég fæ eru stundum spaugilegar og fá hvern mann til að rífa í hárið á sér því það er ekki hægt að svara þeim.  og ef að maður svarar þeim á einlægan og heiðarlegan hátt þá kemur það bara í bakið á mér, því oftast koma tvær nýjar spurningar í staðinn.

Dæmi um spurningar:

  1. hvor er betri Elvis eða Bítlarnir?
  2. hvernig er hægt að hlusta á Elvis í útvarpinu, ef að hann er dáinn?
  3. af hverju var John Lennon alltaf berrassaður

Það eru ótal fleiri spurningar sem ég man ekki í bili sem hafa skotið upp kollinum, og þær geta orðið tugir á nokkrum mínútum.  En það er bara gaman af þessu og ég elska hann út af lífinu og hlakka alltaf jafn mikið að hitta hann þegar hann kemur til mín.

DSC01808

Hér er hann tilbúinn að spyrja.. (þetta er þriggja ára gömul mynd af honum)

                                                                                                 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

I hear you...
Ef maður hefði helminginn af hugarflugi barns væri hægt að virkja mann...

Yndislegt hvað kemur af vörum þessara gulla...

Einn gullmoli frá mínum 7 ára syni:

"Ég er ekkert síðri en þú"
Magnús var ekki alveg með það á hreinu hvað þetta þýddi og spurði því mömmu sína sem útskýrði orðatiltækið þannig.
Það að vera ekki síðri þýðir að vera ekki verri. Ég er ekkert verri en þú.

JÁ sagði Magnús þá fullur af skilningi.
Alveg eins og ég og Skarphéðinn vinur minn, við erum bara báðir jafn síðir :)

Hvað getur maður beðið um meira? 

Freyr Hólm Ketilsson, 20.11.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

hehe...báðir jafn síðir!.....þetta eru bara snillingar

Helgi Kristinn Jakobsson, 20.11.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

Já ég er sko sammála því.  Það eru ótrúlegustu hlutir sem koma uppúr þeim. Ég er alltaf á leiðinni að skrifa það allt niður (já það er nú ansi mikið sem kemur frá minni konu)  en alltaf gleymi ég því

 En snilld....hahhahahah ....  báðir jafn síðir  það er sko ekki verið að gera upp á milli eða metast á þeim bæ ;)  hehheehe  allir jafn síðir  

Anna J. Óskarsdóttir, 20.11.2007 kl. 21:37

4 Smámynd: Fiðrildi

Juuu . . hvað hann er sætur

Segðu honum að Elvis sé betri og að hann lifi (það er ekkert endilega lygi því ég á hund sem heitir Elvis) . . . og að Lennon hafi verið með ofnæmi fyrir denin.  Allt í lagi þótt spurningarnar tvöfaldist . . . það eykur bara fróðleik barnsins.

Fiðrildi, 20.11.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Skil þig Anna, mig langar stundum að biðja hann að skrifa niður spurningarnar svo ég geti svarað þeim öllum í einu......svona spurningalisti dagsins...

Já, Arna, hann er líkur pabba sínum.....hehe, ég hef einmitt sagt honum að Elvis lifir í hjörtum og hugum aðdáenda sinna,  það kostaði grettu,  stórt.... HA!? og nokkrar spurningar í viðbót...... 

Helgi Kristinn Jakobsson, 20.11.2007 kl. 23:58

6 identicon

Jább, pjakkurinn þinn er mjög sætur en hann hlýtur þá að vera mjög líkur mömmu sinni

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:32

7 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Já Svavar, mamma hans er sætari en ég, en heima hjá mér á ég frábæran þurrkara!

Helgi Kristinn Jakobsson, 21.11.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband