The Joshua Tree....
5.12.2007 | 19:49
Fyrir tuttugu árum síðan hljóp síðhærður grannvaxinn strákur með nýtt eintak af hljómplötu upp í herbergi sitt og setti á fermingargræjunnar. Þessi drengur settist niður og beið með eftirvæntingu eftir fyrstu hljómunum. Þegar fyrstu hljómarnir heyrðust í laginu "Were the street have no name" þar sem Brian Eno spilar inngangskaflann, læddist gæsahúð niður eftir bakinu á drengnum og veröldin varð aldrei söm á eftir!
Það er ótrúlegt að það séu liðin tuttugu ár síðan þessi plata kom út, en ég man það eins og gerst hefði í gær.(djöfull er maður orðin gamall) Ég held að flest allir þekki þessa plötu því að hver stórsmellurinn af fætur öðrum af þessari plötu tröllreið vinsældarlistum út um allan heim og það var ekki laust við það að maður yrði fráhverfur þeim, því svo mikil var spilunin. En það er nú aldeilis ekki svo að maður sé búinn að fá nóg af henni.
Áðan þegar ég kom heim úr vinnunni þá setti ég þessa merku plötu(cd) á fóninn(dvd spilarann) og í staðinn fyrir að sitja spekingslega og hlusta!, þá þreif ég alla íbúðina! Svona breytast hlutirnir og mennirnir með, en þarna á unglingsárunum hefði einhver þurft að segja mér það tvisvar að ég ætti eftir að hlusta á þessa plötu í botni, og ryksuga, skúra, vaska upp, þrífa klósettið og þurrka af í leiðinni. (og drullu slappur ofan í kaupið, með nefrennsli dauðans) ....Já vegir ....eee.....Helga eru órannsakanlegir!
Athugasemdir
Já, Helgi þú ert órannsakanlegur það eru orð að sönnu
En U2 klikka ekki, það er á hreinu.
Anna J. Óskarsdóttir, 5.12.2007 kl. 21:04
....já Kári neitaði að taka við lífsýni frá mér um daginn, á þeim forsendum að hann hefði ekki nógan mannskap í að rannsaka þau.....
Helgi Kristinn Jakobsson, 5.12.2007 kl. 21:29
hehe skemmtileg nostalgíugrein...
En við öryrkjar erum ekkert sáttir við okkar kjör og hvað var t.d. um uppáhaldsútvarpsþáttinn okkar...óskalög tjúttlinga? HA?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 07:52
.........hehe...óskalög tjúttlinga, .......kæri æðislegi, frábæri þáttur!.......lifðu í lukku en ekki í krukku!........
Helgi Kristinn Jakobsson, 6.12.2007 kl. 08:14
Helgi ... þú hefur þroskast síðan síðast - eða þannig.
Gísli Hjálmar , 6.12.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.