Sönn saga af djamminu...

Árið sem ég var tuttugu og þriggja ára var mjög góður tími.  Ég vann á stórum vinnustað og átti góða vini og ágætis kunningja sem maður djammaði dálítið með.........ja! svona eina og eina helgi!

Þannig var það að eftir að hafa verið búnir að vinna einn daginn ákváðum við og góður vinur minn að skella okkur í heimsókn til félaga okkar sem kvaðst eiga undir höndum ekta rússneskan Vodka sem hann hafði komist yfir hjá vélstjóra á rússneskum togara.  Auðvitað mundum við kíkja við!, og svo var úr að við fórum beint eftir vinnu að athuga með þetta, ekki var hægt að láta manninn standa einan í því að kanna þessar guðaveigar.

Eftir að hafa kannað þennan drykk í þaula og menn orðnir, vel hressir!.. var ákveðið að halda niður í bæ, eins og menn gera alltaf, svona til að kanna hvernig staðan væri, hitta dömur og svona.

Það var ákveðið að taka leigubíl og varð úr að við og þessi góði vinur minn fórum bara tveir í bílnum.  Á leiðinni niður eftir heimtaði ég að það yrði komið við heima til að ég gæti skipt um föt.  Á þessum tíma þótti töff að vera í hvítum þröngum bol, svörtum frakka, 501 Lewis gallabuxum og mótorhjólastígvélum.  Ég ætlaði einmitt að skjótast og fara í aðrar gallabuxur og í frakka svo að maður yrði flottur á djamminu.  Ég var nú ekki lengi að hafa mig til og var fljótur út í bíl aftur, þar sem vinur minn beið eftir mér.  Þegar ég settist upp í bílinn tók vinur minn strax eftir því að ég hafði farið í frakkann, sem hann hafði auðvitað oft séð, en langt síðan hann hafði séð mig í honum, vegna þess að hann hafði verið í viðgerð.  Allan tíman, og þá segi ég allan tíman sem við áttum eftir niður í bæ var vinur minn svo ánægður að sjá mig í frakkanum aftur, að hann hrósaði honum fram og til baka, og ég man að hann spurði mig:"varstu að láta gera við hann?"...., djöfull er hann einkvað flottur......geðveikur!!!!

Þegar hér er komið við sögu vil ég taka það fram að á þessum tíma bjó ég en hjá foreldrum mínum sem þótti ekki mikið mál á þessum tíma.

Það er svo daginn eftir þetta "rússneska" djamm að ég vakna með þynnku og þá var það þannig í þá daga að maður pantaði alltaf pizzu og tveggja lítra kók, sem ég gerði auðvitað.  Þegar ég ætlaði að borga pizzuna fann ég ekki peningana sem mig mynnti að ég ætti í frakkanum, þá var maður ekki með debet kort í þá daga maður var með Visakort og peninga!  Þegar ég leitaði betur í frakkanum komst ég að því að ég hafði greinilega týnt öllu sem var í honum, 10-15 þúsund kall, ökuskírteinið mitt sígaretturnar, visakortið og allt. 

Ég man ekki hver reddaði pizzuni fyrir mig, en það var liðið vel á vikuna og helgin löngu liðin.  Ég var búinn að sætta mig við að hafa týnt þessu öllu.  Ég man að ég sat í rólegheitum heima og horfði á sjónvarpið þegar að mamma og pabbi koma heim eftir að hafa verið í kvöldkaffi einhversstaðar og á rúntinum.  Einhverja hluta vegna er mér litið á mömmu þegar hún kemur inn í stofuna í kápu sem hún hafði átt í einhvern tíma og var kerlingalegasta kápa sem ég nokkurt tíma augum litið.  Hún lappar í áttina til mín og er eitt spurningarmerki í framan, byrjar að týna upp úr vösunum á kápunni og spyr! hvað er þetta að gera í kápunni minni?!?!?!?..........  þarna var þá ökuskírteinið  mitt, peningarnir og Visakortið.  Ég hoppaði af fögnuði, en greip fyrir andlitið þegar ég áttaði mig. nei!! nei!! nei!! ég var út að skemmta mér í kápunni hennar mömmuPinchPinchPinchPinch   Kápan var dökkblá og úr mjög svipuðu efni sem var í frakkanum, en hún var allt öðruvísi í sniði, reyrð að aftan með þykku bandi....PinchPinchPinch......en þegar ungur maður er á leiðinni á djammið og er að flýta sér og búinn að fá sér rússneskan vodka þá getur allt skeð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Gvöð hvað þú hefur verið "lekker".

Freyr Hólm Ketilsson, 7.12.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

....ég loka augunum og reyni að gleyma þegar ég hugsa til þess að við fórum um víðan völl og hittum marga þetta kvöld,.................. sjáið þetta ekki fyrir ykkur, "hey stelpur!"(í kápunni af mömmu)

Helgi Kristinn Jakobsson, 7.12.2007 kl. 14:58

3 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hahahhahhahahhahahahahahah    snilld   ég sé stelpurnar fyrir mér  "hey...þarna kemur strákurinn í kápunni"           og ég sem hélt að ég væri seinheppin

Anna J. Óskarsdóttir, 8.12.2007 kl. 21:06

4 identicon

Helga mín! Jemin að þú skulir hreinlega segja frá þessu bara sísona án þess að blikna eða kikna í hnjánum?

p.s. varstu ekki í kúrekastígvélunum líka eða voru þau móður þinnar einnig?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Já Anna mín þetta er mjög sein heppni...hehe....

Nei Svavar!, mig minnir að mamma hafi átt sérsaumuð Hollensk reiðhjóla leðurstígvél á þessum tíma, og alltaf þegar ég stalst í Breska eðallíkjörinn hans pabba þá "skrapp" ég oft óvart í þeim á djammið.............

Helgi Kristinn Jakobsson, 9.12.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband