Færsluflokkur: Bloggar
Ha!.....er ekki allt að fara til helvítis.....
22.11.2007 | 20:31
Hafís óvenjulega nálægt landi miðað við árstíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Pabbi af hverju........
20.11.2007 | 20:54
Strákurinn minn hann Rúnar er sjö ára. Hann kemur til mín aðra hverja helgi og oftar þegar svo liggur við. Það er svo gaman að fá hann og við skemmtum okkur vel saman, það er farið í bíó, horft á dvd, farið í heimsóknir o.s.fv
Stundum fer þessi skemmtun fyrir ofan garð og neðan, því hann er á þessum aldri þar sem forvitnin er farin að segja verulega til sín og dynja stundum á mér spurningarnar. Þegar við erum t.d að horfa á mynd þá þarf ég reglulega að biðja hann að horfa á myndina og hætta að spyrja svona, þetta er sérstaklega vont í bíó því það er ekki gaman að vera spjalla í bíó.
Núna er hann búinn að uppgvöta Elvis, Bítlanna og Mikael Jackson og spurningarnar sem ég fæ eru stundum spaugilegar og fá hvern mann til að rífa í hárið á sér því það er ekki hægt að svara þeim. og ef að maður svarar þeim á einlægan og heiðarlegan hátt þá kemur það bara í bakið á mér, því oftast koma tvær nýjar spurningar í staðinn.
Dæmi um spurningar:
- hvor er betri Elvis eða Bítlarnir?
- hvernig er hægt að hlusta á Elvis í útvarpinu, ef að hann er dáinn?
- af hverju var John Lennon alltaf berrassaður
Það eru ótal fleiri spurningar sem ég man ekki í bili sem hafa skotið upp kollinum, og þær geta orðið tugir á nokkrum mínútum. En það er bara gaman af þessu og ég elska hann út af lífinu og hlakka alltaf jafn mikið að hitta hann þegar hann kemur til mín.
Hér er hann tilbúinn að spyrja.. (þetta er þriggja ára gömul mynd af honum)
Bloggar | Breytt 21.11.2007 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég skil ekki kvenfólk (part 2)
15.11.2007 | 21:14
Banderas vildi vera kona ... í einn dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Skil ekki kvenfólk....
13.11.2007 | 21:41
Í morgun tók það mig 40 mín að vakna! það er bara þannig að þegar líður á veturinn og það fer að vera myrkur nánast allan sólarhringinn, þá er ég bara þungur í gang á morgnana. Og ekki er á það bætandi að það er búið að vera rok og rigning í margar vikur! Ég hef ekki nennt í líkamsrækt og ég er dottinn í KFC, American Style og allan pakkann! Dagurinn í dag var svo sem ekki frábrugðinn öðrum dögum sem undan hafa gengið, nema að ég heyrði í fyrrverandi. Eftir það samtal fór sjálfsvorkunnin úr fjórum í tíu. HVAÐ EF ÉG GERT HENNI!!!!! það er með öllu óskiljanlegt hvað það er sem fær manneskju til að snúast í 180° með viðhorf og skoðanir og getað slökkt á öllum tilfinningum í leiðinni og verið svo með leiðindi ofan í kaupið. En það virðist sem þessi "dýrategund" kvenfólk geta gert! Ég hélt að við hefðum verið búin að gera upp öll okkar mál, en það virðast alltaf vera hægt að finna einhverjar leiðir til að klekja á manni. Samt sakna ég hennar og elska ennþá þrátt fyrir hennar galla, og er það ekki alveg dásamlega fáráðlegt. Ég er heiðarlegur og góður strákur! ég hef bara mína kosti og galla eins og venjulegt fólk, en það virðist sem þessi fyrrgreinda "dýrategund" haldi að karlmenn fæðist bara með kosti! og ef að gallar koma í ljós! nú þá er bara að skila "vörunni"! og er það málið í dag! að kvenfólk gerir endalausa kröfu um daga víns og rósa í sambúð og hjónabandi, má ekkert bjáta á. Svo heyrir maður af kvenfólki, vel gefnum og fallegum ungum konum sem eru beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem lemur hausinn við steininn, og reynir aftur og aftur að búa með viðkomandi. Sem fær mig til að spá, og alltaf kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég skil ekki kvenfólk! Djöfull er ég bitur maður.....held ég fari og fái mér ís, eða kaffishake.......
ps. þetta var frekar ömurlegur dagur og er enn! og skrifast undir þeim formerkjum............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
ok ok......hér er hann..!
11.11.2007 | 22:01
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Íslendingar alltaf jafn bjartsýnir.....
30.10.2007 | 19:37
Aukin bjartsýni meðal neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Konur verri en karlar í rúminu.....ha!..bíddu.?!
26.10.2007 | 20:41
Karlar menga meira en konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Regndans....
25.10.2007 | 07:52
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Átröskun
21.10.2007 | 15:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
já!...þessir menn..
9.10.2007 | 21:56
....það er nú búið að rífa hann úr mér þennan blessaða botnlanga. Samkvæmt nýjustu tilgangnslausum rannsóknum sem eru hér þá er víst óhollt fyrir hjartað að vera í slæmu hjónabandi, og svo er líka óhollt fyrir það að vera ógiftur hvað er málið!? er þá ekki málið að "vinurinn" verði fjarlægður þar sem ekki er þörf fyrir hann lengur...
Botnlanginn hefur hlutverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.10.2007 kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)