Átröskun

var að horfa á á þáttinn í sjónvarpinu um hana Örnu Þórsdóttur sem glímir við átröskun.  Mikið skelfilega er þetta hræðilegur sjúkdómur.  Í þessum þætti talar Arna um að henni hafi verið boðið módelstörf eftir að hún veikist og byrjuð að horast óeðlilega, og af sama skapi hafi konur hrósað henni mest efir að hún byrjaði að horast.  Mér finnst þetta undarlegur heimur sem við búum í,  allir vilja vera flottastir, fallegastir, ríkastir, o.s.f.v  Ég hef ekki farið varhluta af þessu rugli þar sem ég djöflast í líkamsrækt til að losna við 7 kíló, mig langar að sjá "sixpackinn" sem ég hafði einu sinni.  En hvað svo!?  Verð ég hamingjusamari?  Það er náttúrulega hægt að fara öfgana á milli í þessum málum, það er að segja að verða of feitur, og í þessu tilfelli með þennan sjúkdóm of grannur!  Alla vega þá verður að tala meira um þennan sjúkdóm og eyða fordómum!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Helgi. Sammála þér innilega.

Þessi þáttur, sem og aðrar staðreyndir um heiminn, fær mann til að hugsa. Ég vona að Arna nái sér. En eitt held ég að hún hafi þegar gert með því að stiga fram, er að vekja máls á þessum hræðilega vanda. Er ekki komin tími á það að segja nei við þessari Glansímynd sem allstaðar læðist að okkur?

Sveinn Hjörtur , 21.10.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

jú Sveinn það er löngu kominn tími til að segja nei við þessari Glansímynd sem tröllríður öllu, í tónlistarmyndböndum, tímaritum o.fl.

Helgi Kristinn Jakobsson, 21.10.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband