Færsluflokkur: Sjónvarp

"Sorpþátturinn Kompás"!?

Það er greinilegt að nýjasta útspil Kompásmanna er útfært til að auka áhorf,  og eru menn þar á bæ búnir að uppgötva að það getur verið að menn séu að berja dýr og búnir að setja óhugnanlegt myndband sem er hér sem sýnir myndskeið af manni berja á hesti.  Alveg er það undarlegt!, að á reglulegu millibili þá kemur  þáttur eins og Kompás alltaf með fréttir sem vekja óhug og sterk viðbrögð, eða með öðrum orðum...fréttaskýringar sem fær fólk alveg til að missa sig!

Nú ætla ég ekki að fara að verja gerðir mannsins en það er alveg öruggt að sá maður þarf á aðstoð að halda varðandi meðferð á dýrum.  Það er hins vegar meðhöndlun myndbandsins sem vekur upp hjá mér spurningar?  Þar er skýrt tekið fram að þátturinn er verðlaunaður sem sjónvarpsþáttur ársins og kryddaður með “áhrifatónlist” meðan Sigmundur les með all nokkurri dramatík að Kompás hafi kannað málið hvort það sé algengt að tamningamenn lemji hesta eða ekki, og hvort um sé einangrað dæmi að ræða?

Það er greinilegt að myndbandið er tekið úr fjarlægð, þ.e.a.s.  það er verið að mynda í leyni! 

 Á visir.is eru viðbrögð fólks við myndskeiðinu á þá leið að það vill útrýma manninum! sem er að lemja hestinn, eða berja hann þangað til að það blæðir úr augunum á honum, það vill að hann missi vinnuna og mannorðið!  Ég spyr! er ekki Kompás komið á sama plan og DV var á þegar það var að fjalla um ofbeldi og barnaníðinga með öllu tilheyrandi þ.e.a.s. myndum o.fl.  sem á endanum leiddi til sjálfsmorðs!  Og hvað gerist ef að viðkomandi maður sem er að lemja hestinn, missir mannorðið, og vinnuna, og verður barinn þar til blæðir úr augunum, er ekki betra að reyna að hjálpa manninum en að veiða hann í gildru.........ja ég skal ekki segja.! Alla veganna þá sé ég ekki mun á Kompási og DV eins og það var fyrir einhverjum mánuðum síðan.


Matur í sjónvarpi

Hvað er málið með eldamennsku í sjónvarpi, var að horfa á Sex til sjö áðan og þar er alltaf einhver gesturinn að brasa einhverja ævintýrarétti sem enginn tími er til að elda svona á venjulegu heimili svo  er allaf sagt í svona þáttum að þetta taki engan tíma, ég veit ekki en þetta er alveg rosalega skrýtið sjónvarpsefni að horfa á einhvern elda, maður verður alltaf drullusvangur af því að horfa á þetta og alltaf þegar ég horfi á svona þætti þá undirstrikar það að ég er alveg einstaklega lélegur kokkur.  Fyrir það fyrsta þegar ég ætla að elda eitthvað spennandi sem maður hefur séð i svona þætti eða maður fær uppskrift af einhverju, þá er alltaf eitthvað í uppskriftini sem er framandi og tekur tíma og fyrirhöfn að ná í, og svo þegar búið er að redda hinu og þessu í réttin þá er klukkan orðin svo margt að það tekur ekki að fara að elda (þvílíkt væl) en ef að er tími til, þá tekur við ævintýraeldamenska sem einkennist aðallega af fáti og fumi sem endar með því að yfir borðhaldinu dauðsér maður eftir því að hafa bara ekki splæst í sig á "Style´num".  Mér finnst miklu skemmtilegra að borða en að elda, enda nýt ég þess að fara út að borða og láta einhvern annan elda fyrir mig og svo er konan mín miklu flinkari en ég og bíðst ég iðulega til að ganga frá frekar en að elda, og ég vill fá að borða helst strax þegar ég er svangur þess vegna einkennist mín eldamennska aðallega af einhverju fljótlegu t.d. spældu eggi með brauði og áleggi sem varla mundi teljast spennandi sjónvarpsefni.....já spáiði í það.....GESTUR OKKAR Í DAG ER HELGI OG HANN ÆTLAR AÐ SÝNA OKKUR HVERSU FLJÓTLEGT ER AÐ SJÓÐA HAFRAGRAUT.. ég kann það þó og ég kann að grilla svo að ég þarf ekkert að skammast mín þó svo að ég sé ekki í því að töfra fram einhverja framandi rétti.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband