Matur í sjónvarpi

Hvað er málið með eldamennsku í sjónvarpi, var að horfa á Sex til sjö áðan og þar er alltaf einhver gesturinn að brasa einhverja ævintýrarétti sem enginn tími er til að elda svona á venjulegu heimili svo  er allaf sagt í svona þáttum að þetta taki engan tíma, ég veit ekki en þetta er alveg rosalega skrýtið sjónvarpsefni að horfa á einhvern elda, maður verður alltaf drullusvangur af því að horfa á þetta og alltaf þegar ég horfi á svona þætti þá undirstrikar það að ég er alveg einstaklega lélegur kokkur.  Fyrir það fyrsta þegar ég ætla að elda eitthvað spennandi sem maður hefur séð i svona þætti eða maður fær uppskrift af einhverju, þá er alltaf eitthvað í uppskriftini sem er framandi og tekur tíma og fyrirhöfn að ná í, og svo þegar búið er að redda hinu og þessu í réttin þá er klukkan orðin svo margt að það tekur ekki að fara að elda (þvílíkt væl) en ef að er tími til, þá tekur við ævintýraeldamenska sem einkennist aðallega af fáti og fumi sem endar með því að yfir borðhaldinu dauðsér maður eftir því að hafa bara ekki splæst í sig á "Style´num".  Mér finnst miklu skemmtilegra að borða en að elda, enda nýt ég þess að fara út að borða og láta einhvern annan elda fyrir mig og svo er konan mín miklu flinkari en ég og bíðst ég iðulega til að ganga frá frekar en að elda, og ég vill fá að borða helst strax þegar ég er svangur þess vegna einkennist mín eldamennska aðallega af einhverju fljótlegu t.d. spældu eggi með brauði og áleggi sem varla mundi teljast spennandi sjónvarpsefni.....já spáiði í það.....GESTUR OKKAR Í DAG ER HELGI OG HANN ÆTLAR AÐ SÝNA OKKUR HVERSU FLJÓTLEGT ER AÐ SJÓÐA HAFRAGRAUT.. ég kann það þó og ég kann að grilla svo að ég þarf ekkert að skammast mín þó svo að ég sé ekki í því að töfra fram einhverja framandi rétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband