Hver eru hin raunverulegu áhrif loftlagsbreytinga?

Ég verð að viðurkenna það, að ég hef ekki lesið þessa bók, en það er greinilegt að þar fer ekki mikið fyrir dómsdagsspánum ef marka má af þessari umfjöllun.  Það er merkilegt að heyra Trausta tala um að lífbeltið hafi færst norðar þegar hlýnar á jörðinni en hann segir orðrétt "það hefur alltaf gerst að mannfólkið færist í átt til kaldari svæða á hlýindatímabilum, til norðurs"  Mér finnst merkilegt að hafa ekki heyrt neitt um þessa bók fyrr en nú! Það eina sem maður heyrir af loftlagsbreytingum er að það er allt að fara til helvítis og þetta er allt okkur að kenna!  Hér kemur maður sem segir að mannkynið og lífríkið hafi gengið í gegnum hlýindaskeið áður, og þá spyr maður? hverjar voru afleiðingar af þeim hlýindaskeiðum og hvað olli þeim?
mbl.is Eru norðurslóðir land tækifæranna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vandamálið í dag gangvart fólksflutningum eru landamæri... og landamæraverðir. Allt var tiltölulega einfaldara í gamla daga

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 18:30

2 identicon

Evrópa blómstraði nú vel á miðöldum þegar það var talsvert hlýrra en er í dag. Annars hefur jörðin oft verið heitari eða kaldari en hún er í dag og hún finnur leiðir til þess að halda jafnvægi, einnig aðlagast dýrin þó að einhver þeirra deyi út (maðurinn er í góðri stöðu til þess að aðlagast). Einnig tel ég að spádómar um hækkun sjávar séu ýktar. Ekki er tekið til greina að ísinn getur stækkað á suðurpólnum til móts við bráðnun annarra jökla.

Sjálfur trúi ég því að maðurinn hafi engin eða lítil áhrif á hitnun jarðar. Sólin vegur mest þegar kemur að hitasveiflum, hefur alltaf verið þannig og verður það alveg fram að endalokum sólkerfisins. Hitastig hefur einnig verið að hækka á öðrum plánetum í sólkerfinu okkar og því er líklegt að sólin beri mesta ábyrgð á hitnun jarðar en ekki maðurinn.

Annars held ég að Íslandi hefði bara gott af hlýnun, engin ástæða til þess að vera með áhyggjur af fiskinum. Við þurfum hvort sem er að breyta hlutföllunum þannig að ekkert eitt sé helmingur efnahagsins, það er einfaldlega allt of mikil áhætta. Ég vil að Íslendingar stefni að því að sjávarútvegur fari undir 20% á næstu áratugum óháð því hvernig loftslagið verður.

Geiri (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Já Geiri, maður er orðin þreyttur á ýktum spádómum um hækkun yfirborðs sjávar o.s.f.v. Maðurinn kemur örugglega til með að lifa í tugþúsundir ára í viðbót og kemur til með að þróast og aðlaðast eins og hann hefur gert frá upphafi.  Ég hef einmitt lesið um að hækkun hitastigs jarðar sé háð sólinni og hafi ekkert með mannkynið að gera!  Hvað efnahag okkar varðar þá held ég að við séum vel á vegi stödd þó svo að sjávarútvegur fari undir 20%, við erum að skera niður þorskkvóta núna í dag en samt er nánast ekkert atvinnuleysi. 

Gunnar, meira en 5% af vinnuafli íslendinga eru útlendingar..!

Helgi Kristinn Jakobsson, 25.9.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sælir drengir,

Langaði bara til að benda ykkur á bloggsíðuna hjá Ágústi Bjarnasyni en hann hefur skrifa nokkra pósta um þess mál.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/267786/

Kveðja, 

Grétar Ómarsson, 26.9.2007 kl. 08:17

5 identicon

Spilaðu nú hitt lagið!  

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

það lag er bilað....

Helgi Kristinn Jakobsson, 28.9.2007 kl. 08:27

7 identicon

Ef við erum öll að fara til helvítis þá heimta ég að ipodinn og risasíminn verði með. 

Er ekki örugglega nóg af sólbekkjum þar? 

Sæunn (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

.....sólbekkir í helvíti!...búið að taka þá alla frá....hehe

Helgi Kristinn Jakobsson, 29.9.2007 kl. 13:23

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þarna fórstu nú alveg með það Helgi....enda helgi....loftslagsbreytingar hvað?

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 15:07

10 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

takk fyrir kvittið og ábendinguna Grétar, þetta er áhugaverð lesning.

Heiða það er ekki þessi helgi!, heldur næsta helgi...hehe(kann alla brandarana)

Helgi Kristinn Jakobsson, 29.9.2007 kl. 16:07

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe....

Heiða Þórðar, 3.10.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband