Skordýrapartar í súkkulaðikexi.....

Um daginn lenti ég í þeirri undarlegustu atburðarrás sem ég hef lent í hingað til.  Þannig var það að ég var nýbúinn að ná í Rúnar minn(strákurinn minn) og þurfti hann að fara til læknis.  Hann var búinn að vera veikur og klukkutími var í að hann ætti tíma.  Það er alltaf nammidagur á laugardögum þegar hann kemur til mín en núna ákvað ég að bregða aðeins út af vananum af þeirri ástæðu að hann var veikur.  Þannig að það var ekið á næstu sjoppu nánar til tekið á Essó við Reykjavíkurveg.  Ég fékk mér kók og súkkulaðikex og Rúnar fær bland í poka og einkvað fl.  Þarna erum við bara að dúlla okkur og ég drekk mitt kók og borða súkkulaðikexið. 

Skyndilega finn ég eins og ég hafi stungið mig í tunguna eða öllu heldur skorið mig þegar ég er að taka bita af kexinu!  Ég fer að athuga hvað er að gerast og spýti í lófann á mér kexinu og hendi því í tunnuna! Allt í einu finn ég fyrir meiri sárauka, eins og ég hafi skorið mig mikið í hana og ég hugsa,, hvað er að ske!  Nú tekur afgreiðslustúlkan eftir því að ekki er allt með feldu hjá mér og spyr mig hvort ekki sé allt í lagi!?  Nei!, svara ég, og ég segi henni að ég hafi skorið mig á súkkulaðikexinu. 

Þegar þarna er komið við sögu er ég búinn að spýta kexinu útúr mér og er farin að þreifa á tungunni til að athuga hvort blæði og hvort ég hafi skorið mig illa.  Ég sá að það blæddi ekkert úr tungunni og þegar ég var búinn að þreifa á henni finn ég fyrir litlum broddi sem situr fastur í henni, og þegar ég tek hann úr finn ég fyrir en meiri sárauka og tungan er byrjuð að dofna.  Nú fer ég til afgreiðslustúlkunar og sýni henni þennan litla brodd sem leit út eins og hár eða skeggrót með litlum poka á endanum og spyr hana getur þú séð hvað þetta er.  Á sama tíma og hún svarar þá fatta ég hvað þetta getur verið og ég finn að ekki aðeins að tungan er að dofna upp hún var líka byrjuð að bólgna.  Býflugnabroddur!  þetta er býflugnabroddur eða geitungabroddur segi ég og hún spyr, var þetta í kexinu!?, það hlýtur að vera,  segi ég! ég var ekki að borða býflugu! 

Núna verð ég hræddur!!  sé sjálfan mig fyrir mér kafna með risastóra tungu eða fá rosalegt ofnæmisviðbragð, eins og maður hefur séð í bíómyndum og heyrt af, þannig að ég hendist af stað með Rúnar minn í eftirdragi sem vissi ekkert hvað var að gerast, nýbúinn að fá bland í poka!

Það var náttúrulega nærtækast að fara beint til læknisins sem Rúnar átti að hitta, því jú hann átti pantaðan tíma.  Þarna var ég nánast hættur að geta tjáð mig því tungan var orðin töluvert bólgin....

Til að gera langa sögu stutta, þá skoðaði læknirinn okkur báða feðgana og hún skoðaði broddinn.   Hún úrskurðaði mig ekki látin, því það hefði gerst á innan við 15 mín þ.e.a.s ef að um öfga ofnæmisviðbragð hefði verið um að ræða.  Ég var því útskrifaður með lyfseðill fyrir verkja og ofnæmislyfjum.

Þið getið ekki ímyndað ykkur kvalirnar sem ég leið allt kvöldið, og þegar ég heyrði í félöguðum um kvöldið var strax stungið upp á því að fara með þetta í DV.  En það sem átti eftir að ske hefði ég ekki getað trúað sjálfur en það er efni í aðra bloggfærslu því þetta er gott í bili. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða tegund af súkkulaði var þettað?Óskemmtilegt að lenda í svona,og hver er endirinn á þessu.

jensen (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Þetta er íslenskt súkkulaðikex, ég á eftir að ákveða hvort ég segi frá því og hvernig þetta endaði, en það verður þá í annari færslu, ...

Helgi Kristinn Jakobsson, 3.10.2007 kl. 21:55

3 identicon

Jæja, ég var einmitt að spá í hvenær þú myndir gefa þér tíma í þessa frásögn, enda löng en engu að síður skemmtileg (en kannski ekki svo skemmtilegt að lenda í þessu samt  )

Ég veit reyndar endirinn  ...... en þú verður nú að láta hann fylgja með fljótlega, annars springur fólkið úr spenningi

Og ég er ekki hissa á að Rúnar greyjið hafi verið mjög hissa/skelkaður

Annapanna (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Já Anna ég á eftir að segja hvað gerðist, en ég nennti ekki að segja frá þessu svona allt í einu, það hefði verið bloggfærsla dauðans!...... kaflaskipt!....hehe.... svo er spurning hvort ég segi hvaða súkkulaðikex þetta var...

Helgi Kristinn Jakobsson, 4.10.2007 kl. 22:24

5 identicon

....já það er spurning    hvort það geri einhverjum gott með því að vera að nefna það, en hvað veit ég svo sem....

 Svo er líka spurning EF þú nefnir fyrirtækið, hvort þetta verði þá ekki bara komið í blöðin daginn eftir  

Annapanna (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 14:37

6 identicon

HÆ, ÁSGEIR HÉR!!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband