Blessuð jólin!
12.12.2007 | 18:45
Ég spurði Rúnar kútinn minn sem er sjö ára um daginn hvað hann vildi í jólagjöf? .......Föt!....ha föt! sagði ég.......já föt! sagði hann án þess að hika. þegar ég var á hans aldri hugsaði ég bara um fótbolta og leikföng, þoldi ekki mjúka pakka, og hann vill föt í jólagjöf. Ég er ekki alveg að skilja þetta!... en hann er svo upptekinn af útlitinu núna þessa daganna að það er ekki smá fyndið! Um daginn þegar hann var hjá mér heimtaði hann gel í hárið, og svo varð úr að hann fór í Kringluna og í bíó með hárið allt út í loftið eins og breskur anarkisti sem hefur uppgötvað að það er töff að vera öðruvísi. Anyway þá verður gaman að fylgjast með því þegar hann fer að fá föt í jólagjöf.
Talandi um Kringluna! Kringlan fær mig alltaf til að langa til að læðast út bakdyramegin og henda lyklinum! Ég á en eftir að kaupa allar jólagjafirnar og ætla að reyna að byrja í kvöld. Ég er búinn nokkurn vegin búinn að leggja línurnar en samt er þetta allt saman óákveðið. Ég hef alltaf haft það fyrir reglu að skrifa niður og vera búinn að ákveða hvað ég ætla að kaupa áður en ég legg af stað.
Maður reynir að ná þessu öllu á skikkanlegum tíma því að ef að helvíti er til þá er það Kringlan á Þorláksmessu!....................jólahvað.......við önsumössuekki!!!!
Athugasemdir
Kúl!
Hvað ætlarðu að gefa mér?
Sæunn (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:47
......ja! miðað við veðrið núna þá mundi ég ætla að þið yrði "fokdýrt"
Helgi Kristinn Jakobsson, 14.12.2007 kl. 16:21
......það..... átti þetta að vera!......
Helgi Kristinn Jakobsson, 14.12.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.