Sama ruglið eins og vanalega....

Það er til fólk sem sefur lítið og það er til fólk sem sefur mikið!  Svo hefur maður heyrt af fólki sem sefur ekki neitt út af sjúkdómum o.s.f.v  Er hægt að taka mark á svona rannsókn þar sem 120 nemendur voru kannaðir!  Hér er klárlega á ferðinni prófessor sem vill gera sem mest úr þessari rannsókn til að raka inn peningum. "Hún sinnir rannsóknum á svefni og fullyrðir að enginn geti hugsað skýrt klukkan fjögur á nóttunni."  Er þetta ekki einhvað sem segir sig sjálft! ef að maður sefur lítið þá er maður ekki upp á sitt besta.  Hins vegar mundi ég frekar lesa aðeins meira en að sofa meira.


mbl.is Nætursvefn gefur hærri einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Heilinn þarf náttúrulega sína hvíld rétt eins og líkaminn, þá held ég að svefninn sé skárri, heldur en að lesa hálf einbeitingarlaus og varla að skilja hvað maður sé að lesa, hvort sem menn þurfa minni eða meiri hvíld en aðrir. Málið er bara að heilinn og líkaminn sé fullhvíldur þegar til prófs er komið.

En ég næ ekki hvernig prófessorinn ætti að ná að raka inn peningum af þessari rannsókn... Ekkert í þessu sem er að bjóða peningum inná reikninginn hjá henni.

En satt er það, 120 nemendur eru margir fyrir rannsókn, en kannski nóg til að fá sína hugmynd.

ViceRoy, 14.12.2007 kl. 19:06

2 identicon

Hmm, er ekki í raun merkilegt að munurinn sé ekki mikill, því maður myndi ætla að þeir sem eru að læra á nóttunni séu að því af því þeir hafa ekki undirbúið sig nægilega vel.  Þeir ættu því að standa sig mun verr að jafnaði.  Kannski hefur svefnleysi bara jákvæð áhrif á prófframmistöðu. 

Þetta er dæmi um fullkomnlega marklausa rannsókn.  Réttast væri að flengja kerlinguna.

Naldurinn (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 19:26

3 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Það sem ég er að segja Sæþór er það!,  að það er ekkert nýtt sem kemur fram í þessari rannsókn!  Mér finnst stundum þreytandi að lesa um einhverjar niðurstöður rannsóknar sem eru svo hraktar nokkrum árum seinna, eða þá um rannsóknir á einhverju sem hefur þegar verið reynt!  Þetta segir mér að þarna er verið að eyða peningum í ekki neitt, og dýrmætum tíma allra aðila sem koma að.  Þegar ég tala um að raka inn peningum þá á ég við að hún hefur væntanlega fengið styrki til að framkvæma þessa rannsókn! og því meiri umfjöllun sem hún fær því meiri peningur, fleiri styrki fær hún!  Hún er kannski ekki að raka inn peningum, en fær borgað fyrir umfjallanir í fjölmiðlum, koma fram á ráðstefnum, halda fyrirlestra o.s.f.v

Helgi Kristinn Jakobsson, 14.12.2007 kl. 19:27

4 identicon

Þetta dæmir sig sjálft: 

"lítið eitt hærri einkunni"

"segir niðurstöðurnar engu að síður sláandi"

Örlítill munur í litlu úrtaki, hvernig getur þetta verið sláandi niðurstaða? Auk þess vitum við ekkert um orsakasamhengið þarna á milli. Líklegt er að þeir sem læra nóttina fyrir próf séu þeir sem lærðu illa yfir veturinn og fá því skiljanlega lægri einkunnir. Hún getur ekki fullyrt að svefnleysið valdi því að einkunnirnar verði lægri. Fólk kann ekki að nota tölfræði.

Hössi (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:41

5 identicon

Þetta er svo fáranlegt. Ég held að aðal-frumbreyturnar í þessari könnun eru hversu mikið nemendur hafi eytt í námið yfir veturinn. Þ.e. hversu mikið lesið yfir misserið og hvernig tímasókn hefur verið í fyrirlestra.

Held að málið sé líka að þeir nemendur sem eru að læra alla nóttina fyrir próf séu einmitt sömu nemendurnir sem hafa ekki sinnt náminu sem skyldi yfir veturinn og séu því að grípa til þeirra örþrifaráða að læra alla nóttina fyrir próf.

snorri (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 21:45

6 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Ég man eftir einu prófi sem ég tók einu sinni.  Ég var drullustressaður fyrir þetta próf,  en las vel fyrir það.  Ég svaf lítið um nóttina fyrir þetta próf og mætti svo illa fyrir kallaður í prófið.  Þegar ég svo kláraði prófið var ég ekki klár hvort ég mundi ná því eða ekki.  Áhyggjur mínar reyndust vera algjörlega út í hött því ég var með þeim sem fengu hæstu einkunn.  Þetta kenndi mér að það er betra að vera "nett" kærulaus og afslappaður, frekar en útúrstressaður!  Hvað er ég að segja hér!  Ég náði prófinu þrátt fyrir svefnleysi og gott betur en það!  Ég veit ekki hvort ég hefði getað gert betur ef að ég hefði sofið vel, þannig að ég spyr.....

Hvort er betra: Að mæta í próf, illa sofin en vel lesinn?

                        Vel sofin, en illa lesinn?

Helgi Kristinn Jakobsson, 14.12.2007 kl. 23:40

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Í sannleika sagt er ég ekki alveg að fatta þetta sko....könnunina þ.e.

Heiða Þórðar, 15.12.2007 kl. 01:33

8 Smámynd: ViceRoy

Það er auðvitað rétt hjá þér kallinn, þetta er gömul staðreynd sem er verið að "rannsaka" með 120 nemendum... Það er rétt líka, það er enginn að uppgötva neitt nýtt þarna og verið er að eyða peningum í þetta að ástæðulausu.

ViceRoy, 15.12.2007 kl. 14:23

9 identicon

Ég er alveg klár á því að að að þeir sem sofa yfir próftímann fá ekki eins háa einkunn og þeir sem vakna fyrir próftímann! Spurning um að rannsaka þetta nánar...

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 23:00

10 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

já skarplega athugað hjá þér Svavar!  það þyrfti að ath. þetta vel og rannsaka! fá þeir sem mæta! hærri einkun en þeir sem ekki mæta! yes yes.....

Helgi Kristinn Jakobsson, 17.12.2007 kl. 00:00

11 identicon

Já það er rannsóknarefni útaf fyrir sig. Ég man eftir einum nemanda í gaggó sem mætti í prófin en fékk alltaf einkunn á við nemanda sem svaf yfir sig. Spurning hvort viðkomandi hafi hreinlega gengið í svefni til prófs. Svefngenglar í próftöku er síðan rannsóknarefni númer 2.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband