Á morgun....
30.1.2008 | 18:34
Já!.... á morgun byrja ég aftur í líkamsræktinni eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér. Ég fór og verslaði í matinn áðan og nú verður tekið á því..ekkert helvítis KFC kjaftæði.. (finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður!) *bergmál* Það verður vaknað kl 6 á hverjum morgni *hóst*meira segja helgin framundan verður nammilaus. Kem til með að taka allar Rocky myndirnar og borða gulrætur með kúskús (eða hvað það heitir) ídýfu.
Þessi mynd var tekinn af mér þegar ég fór á KFC síðast, og það voru ekki til leggir..... ég trylltist!
Athugasemdir
Assaskoti ertu góður,ég þyrfti að taka þig til fyrirmyndar.Ég kem mér ekki af stað í ræktina þó svo að ég viti að ræktin verður metin sem 1 eining í skólanum hjá mér.Ég þarf sko heldur betur spark í RASSSSSIIIINNNNN.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:41
hahhahahhahahhahhah snilldar mynd... og ég sé þetta alveg fyrir mér
En gangi þér vel í ræktinni... og ég myndi fara í "stutt-erma buxurnar" (eins og dóttir mín segir stundum því það er svo assskoti sexy og svo roosa þægilegt
Anna J. Óskarsdóttir, 30.1.2008 kl. 20:24
já Guðbjörg það er stundum gott að láta sparka í rassinn á sér.......
takk Anna mín, ég held að fari í "lang-erma buxurnar" í fyrramálið......
Helgi Kristinn Jakobsson, 30.1.2008 kl. 22:36
Góður... ég sem ætlaði að fá þig með mér á KFC í hádeginu á morgun!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 01:04
........á morgun! þú meinar í dag Svavar!.............klukkan hvað.!?....hehe
Helgi Kristinn Jakobsson, 31.1.2008 kl. 07:54
Farðu útí Meló og náðu í tortillurnar...... Hollt er það ekki??
Fullt af alskonar rotvarnar "lausu" gumsi..... Nóg til fyrir máltiðir ársins í megrun slepptu bara pönnukökunni og borðaðu innihald hennar það telur sennilega svona 20 gr þarft ekki nema svona 30 stykki í einu til að metta mallann!!
Signy (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:14
meinti náttlega Mýró!!!
Signy (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:14
Signý.......ég verð með þorra tortillur í matinn í kvöld, fylltar með hrútspungum og hákarl........ógeðslega góðar.......ertu til??
Helgi Kristinn Jakobsson, 31.1.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.