Það er gott að......

...vera byrjaður í líkamsræktinni aftur.  Keypti mér tæpan þriggja kílóa dunk af próteini og Hydroxycut í gær.  Ég hef verið duglegur að mæta, en það er eitt sem er að plaga mig!   mig langar að mæta á morgnana kl hálf 6.30 sem þýðir að ég þarf að vakna kl 6.00..... en ég er bara ekki að meika það, hef náð því stundum en oftast ekki,  slekk óvart á klukkunni, sofna aftur og sef yfir mig.  En þá er ég að mæta eftir vinnu sem er svo sem ágætt en það er samt helvíti hressandi að vera búinn í líkamsrækt áður en maður mætir í vinnuna.  Hvað á ég að gera, fara að sofa kl átta! eða drekka kaffi í svefni svo ég vakni.  Ég hlýt að ná þessu fyrir rest.  Ef þið kunnið einhver ráð þá endilega látið mig vita!

ps. Heyrði einhvern tala um eitthvað sem heitir KFC í dag, ég var ekki alveg að fatta......hvað er það!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þarna eru tvö leiðindavandamál.

a) svefn er tímasóun

b) tíma skortir til líkamsræktar

Ef þú hendir þessu upp sem línulegu bestunarvandamáli er lausnin augljós. Þú æfir í svefni og málið er dautt!

kv,

Sæunn reddari 

Sæunn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:02

2 identicon

Já einmitt.  Passaðu þig bara á því að fara rólega í 3ja kílóa próteindúnkinn. Slíkt efni veldur miklum vindgangi, niðurgangi, uppgangi og stækkun á stomicmuscles!

Segi bara eins og einn einkaþjálfarinn í world class sem var að þjálfa erlendan kúnna "I was doing my stomic"

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

já...takk fyrir þetta Sæunn, ætla að sofa á þessu í nótt

Svavar!..hann er stór þessi dunkur að ég datt næstum ofan í hann í morgun þegar ég var að fá mér......heh!

Helgi Kristinn Jakobsson, 20.2.2008 kl. 16:19

4 identicon

Jæja, við vitum þá hvar við leitum fyrst ef þú hverfur sporlaust Helgi minn.

KFC er KransæðaFokkandiCrap 

Sæunn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:34

5 identicon

5 dögum síðar.

Hvernig gengur anti-KFC kúrinn?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:34

6 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

....keyrði framhjá KFC  í dag, og það er búið að negla fyrir gluggana........

Helgi Kristinn Jakobsson, 25.2.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Helgi minn!

Það er eitt sem klikkar ekki, þar sem stærðfræðin var nú ekki þín sterka hlið, en það er að gerast maraþonhlaupari. Ég hef aldrei séð feitan maraþonhlaupara. Þeir líta allir út einsog heróín fíklar á loka sprettinum.

Gísli Hjálmar , 25.2.2008 kl. 20:11

8 identicon

hehe. Heróín fíklar í hjólabuxum. Sá hins vegar akfeitan handboltamarkmann um árið. Er það þá ekki góð leið til að grennast? Að skella sér í markið í handklakkleik?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband