Færsluflokkur: Bloggar
U2 í þrívídd......gæsahúðar upplifun!
13.5.2008 | 21:21
Skellti mér í gær á nýju tónleikamyndina með U2 í þrívídd og Þvílík skemmtun! Ég var með gæsahúð nánast allan tíman og þrívíddin gefur þessu alveg nýja upplifun! Ég hef að vísu verið U2 aðdáandi frá því að ég var krakki og það kannski litar þessa skoðun. Ég er samt ekkert fanatískur aðdáandi og mér finnst t.d síðustu tvær plötur vera svona la, la....eiginlega algjört rusl. En málið með U2 er það! að á tónleikum eru þeir meistarar, töffarar sem eru svo geðveikt þéttir að það er alveg sama hvort þeir spila gamla stöffið eða nýja! maður hlustar af athygli. U2 eru ,,Rolling Stones" minnar kynslóðar og hlakkar mér til að fylgjast með þeim í framtíðinni. Nú bíður maður bara eftir þrívíddartónleikum frá David Bowie, eða Kraftwerk...............eða Morden Talking.....nei djók!
PS. Svavar minn, ...Bono minnist á guð bara einu sinni í myndinni, þannig að það er möguleiki fyrir þig að fara.........hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lag dagsins......
10.5.2008 | 16:50
Hér er eitt gamalt og gott, eitt af betri lögum níunda áratugarins með einum mesta töffara frá þeim tíma! munn svipurinn maður!!....... Hér er kappinn tæplega þrítugur og upp á sitt besta, ef ég væri samkynhneigður þá hefði ég sofið honum!............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumarið komið!
8.5.2008 | 18:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lag dagsins.....
7.5.2008 | 19:50
Hér er eitt magnað myndband og lag með hljómsveit sem ég held mikið uppá! Þetta er hljómsveitin Modest Mouse, lagið heitir Dashboard og er af snilldarplötunni ,,We Were Dead Before the Ship Even Sank" Þessir menn taka sig ekki of alvarlega og hafa húmor fyrir sjálfum sér sem og lífinu sjálfu, sem er nú nauðsynlegt á þessum síðustu og verstu tímum! össsssssss....er ekki allt að fara til helvítis..........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór þetta fyrir umhverfisnefnd?.....
3.5.2008 | 10:37
Eldfjall vaknar til lífsins eftir 10 þúsund ára svefn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumardagurinn fyrsti tekinn með trukki.........(má segja trukkur?)
24.4.2008 | 20:20
Sumardagurinn heilsaði auðvitað með rigningu eins og við var að búast! hverjum hefði dottið það í hug að það yrði rigning. Ekki mér! Ég er bara búinn að hafa það fínt, búinn að háma í mig sætindum í tilefni dagsins, enda sé ég ekki annan tilgang með þessum degi!.....ekki fer maður á sundskýlunni niður í Nauthólsvík núna! Mér finnst að þetta ætti að vera "vordagurinn þrettándi" eða "næstum því sumardagurinn fyrsti" eða "sumarið kemur kannski dagurinn fyrsti" .....annars er ég góður!..............
Fjölskyldan á Afríkuvegi 27 hringdu í sína nánustu og óskuðu til lukku með sumardaginn fyrsta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki gott.....eða!!
18.4.2008 | 22:32
Lausafjárstaða Helga kr. Jakobssonar hefur versnað á fyrsta ársfjórðungi. Í morgunkorni Helga er greint frá því að ofþensla á djamminu sé um að kenna. Fyrstu bráðabrigðatölur gefa til kynna að kreditkortavelta Helga hafi aukist gífurlega! Gengi Helga hefur fallið mikið í dag við þessar fréttir en gekk svo til baka undir lok dagsins. Samkvæmt greiningardeild Helga er því spáð að bjartari tíð sé framundan með blóm í haga! "ég þarf nú bara finna þennan haga!" sagði Helgi sposkur á svip og var rokinn með kortið út í næstu búð.......
Allt ætlaði um koll að keyra þegar fyrstu tölur frá Helga birtust í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur til lukku.........klisja?
12.4.2008 | 15:49
Mikið rosalega er ég búin að vera utan við mig síðustu daga! Þegar ég kom heim núna um daginn eftir vinnu ákvað ég að sjóða egg og fá mér brauð og snarl í kvöldmatinn. Ég skellti vatni og eggi í pottinn og dúndraði mér svo í sófann að horfa á fréttirnar..........45 mín. síðar hrekk ég upp með andfælum, og uppgvöta það að ég var farin að steikja eggið vatnið hafði gufað upp og eggið var já..........
Um daginn þá fór ég í fermingaveislu hjá frænda mínum Óliver, allt í góðu með það! nema tveim dögum síðar hringir systir mín í mig búinn að pissa í sig af hlátri vegna þess að hún fór að skoða kortið sem ég gaf Óliver betur og sá að þetta var giftingarkort .......
Setti í þvottavél í gær. Ég gáði auðvitað vel í vasana á gallabuxunum hjá mér áður enn ég setti þær í, en náttúrulega steingleymdi að athuga í buxurnar hjá Rúnari! sem er bráðnauðsynlegt, því það sem getur leynst í vösunum hjá átta ára guttum er ævintýralegt! Svo þegar ég opnaði þvottavélina þá var hún full af litlum blöðrum.....
Þegar ég fór að versla í vikunni vissi ég að mig fór að vanta fljótlega klósettpappír! Ég versla ekki ódýran klósettpappír, vill hafa hann mjúkan. Svo hann leiki við ...........humm...já! ég er stundum að flýta mér þegar ég versla, vegna þess að mér finnst það svo leiðinlegt! Ég var ekki lengi að koma auga á góðan og vandaðan klósettpappír á tilboði og grípa hann með í körfuna. Það er skemmst frá því að segja að undanfarna daga hef ég þurft að skei** mér á dýrum og vönduðum eldhúsrúllum!.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Með sítt að aftan.....
11.4.2008 | 00:04
Hér er snilldarlag með hljómsveitinni Orchestral Manoeuvres in the Dark, hljómsveit sem gerði það gott með stórsmellunum Enola Gay. Þeir eiga nokkur snilldar góð lög frá byrjun ferilsins en duttu svo út í meðal mennsku sykurpopp, og handónýttar lagasmíðar.
Takið eftir að hér eru menn grafalvarlegir, eitthvað sem einkenndi myndbönd á þessum tíma, og dansinn maður! hjá Andy er bara snilld (sést ekki fyrr en í lok lagsins)......
Þetta er líka ágætis lag! flottur einfaldur syntabassagangur....en það er komin meiri hamingja hérna! allir brosandi og kátir! eitthvað sem átti eftir að einkenna poppmyndbönd á seinni hluta níunda áratugarins. Menn eru samt ekki alveg búnir að missa sig og eru svona þokkalega alvarlegir, og hér er Andy búinn að þróa danssporin, eitthvað sem söngvarinn hjá Jakobbínurínu hefur örugglega tekið sér til fyrirmyndar! ussssssssss.......drengur! ef þessi myndbönd eru ekki með sítt að aftan....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslandsmetið í "bið eftir hamborgara" féll í kvöld!
8.4.2008 | 22:21
Íslandsmetið í "bið eftir hamborgara" féll í kvöld! Þegar Helgi Kr. pantaði sér hamborgara á einum besta sportbar bæjarins! Fyrra metið átti Gvendur dúllari frá Seyðisfirði þegar hann þurfti að bíða í sem svarar næstum því heilan fótboltaleik, en borgarinn kom rétt eftir að síðari hálfleikur hófst. Nú var metið slegið því heill fótboltaleikur leið áður en borgarinn birtist! Helgi er afar þakklátur kokkinum sem vissi ekki að búið hafi verið að panta hamborgaran! Ennfremur sagði Helgi í samtali við fréttaritara að hann hafi verið búin að gleyma hvað hann pantaði þegar hann loksins fékk hamborgaran! Orðið "svengd" hefur öðlast alveg nýja merkingu fyrir mig! ég hef aldrei áður orðið svona svangur!
Hér má sjá Helga bíða eftir hamborgaranum, en sú bið var orðin ansi löng!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)