U2 í þrívídd......gæsahúðar upplifun!

Skellti mér í gær á nýju tónleikamyndina með U2 í þrívídd og Þvílík skemmtun!  Ég var með gæsahúð nánast allan tíman og þrívíddin gefur þessu alveg nýja upplifun!  Ég hef að vísu verið U2 aðdáandi frá því að ég var krakki og það kannski litar þessa skoðun.  Ég er samt ekkert fanatískur aðdáandi og mér finnst t.d síðustu tvær plötur vera svona la, la....eiginlega algjört rusl.  En málið með U2 er það! að á tónleikum eru þeir meistarar, töffarar sem eru svo geðveikt þéttir að það er alveg sama hvort þeir spila gamla stöffið eða nýja! maður hlustar af athygli.  U2 eru ,,Rolling Stones" minnar kynslóðar og hlakkar mér til að fylgjast með þeim í framtíðinni.  Nú bíður maður bara eftir þrívíddartónleikum frá David Bowie, eða Kraftwerk...............eða Morden Talking.....nei djók!

PS.  Svavar minn, ...Bono minnist á guð bara einu sinni í myndinni, þannig að það er möguleiki fyrir þig að fara.........hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe... já nei ég sagði að Bono heldur að hann sé guð. Allavega lætur stundum þannig. Kannski er hann Jesus endurfæddur, hver veit?

Þessi mynd verður skoðuð í túbusjónvarpinu heima, hljómgæðin þar einstök

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

......ég verð að fá að vera með þegar þú skoðar þessa mynd í túpusjónvarpinu, þar sem Bono fær örugglega að njóta sín....hehe.....

Helgi Kristinn Jakobsson, 25.5.2008 kl. 12:24

3 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hey hey... ég er sko með Modern Talking í spilaranum í bílnum og það er ekki djók   híhííhhíi   við mæðgur erum að fíla hann í botn...   en hvað varð um þig, breyttist þú í gæs eða

Anna J. Óskarsdóttir, 26.5.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

....nei....ég breytist í önd.......Andrés önd!....og syng um öll lönd.....niður á strönd....það halda mér engin böööööönd........

Helgi Kristinn Jakobsson, 26.5.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

ertu nú viss um það  

Anna J. Óskarsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband