Færsluflokkur: Bloggar
Notaleg KFC ferð endar með ósköpum!
6.4.2008 | 20:48
Ég held ég segi það satt að ferðin sem ég fór í KFC áðan verði sú síðasta í langan tíma! Ég hef nú ekki farið í langan tíma! þó svo að ég sé kominn á póstlistann hjá þeim, sem er nota bene allt Svavari að þakka og kann ég honum þakkir fyrir það:) Nú, það vorum við feðgarnir sem ákvöddum að kýla vömbina með þessu dýrindisfæði. Þetta gekk allt greiðlega fyrir sig, ég pantaði og borgaði, sá samt eitt nýtt sem ég hef ekki séð áður! maður er að borga fyrir leikföngin sem eru í barnaboxinu, og Rúnar hendir þessu alltaf.
Jæja!, við settumst niður við eitt borðið og ég tek strax eftir fjölskyldu sem situr á borðinu fyrir aftan okkur, fimm manna fjölskylda. Við byrjuðum að borða og heyri ég að mamman er að skamma soninn sinn sem er í kringum svona 6 ára, útaf því að hann er að eiga við dótið og hún vill ekki hjálpa honum meðan hún er að borða, ok skiljanlegt! Þegar ég er við það að klára bita nr. 2 þá finn ég þessa megnu skítafýlu! mjög lík hestafýlu en samt ekki. Fyrst þefaði ég af bitanum mínum, hélt kannski að hann væri skemmdur, en svo var ekki. Mér datt í hug að fjölskyldan væri nýkomin úr hestaferð og ætlaði ekki að huga að þessu lengur.
Í því sem ég ætla að fara að halda áfram að borða þá stendur strákurinn upp þ.e.a.s. sonurinn! og stekkur á eftir dótinu sem hann var að leika sér með, en hann missir það undir borð hjá okkur. Kemur hann nú alveg upp að borðinu hjá okkur og skríður undir það! Það var þá sem ég fann þessa hrikalegu skítafýlu aftur, miklu sterkari en ég fann fyrr! ég gat ekki trúað þessu, gat verið að strákurinn lyktaði af þessari skítafýlu. Þegar að strákurinn kom undan borðinu þá sá ég það! drengurinn var búinn að drulla í sig. Allur afturendinn á drengnum var útataður, hann var í ljósum taubuxum sem sást alveg greinilega hvað hafði gengið á. ok....ég ætla ekki að fara að setja út á strákgreyið en þegar að barnið þitt er búið að kúka í buxurnar þá hlýtur þú að taka eftir því! það var ekki að spyrja að því, ég missti matarlystina, og þegar ég leit á Rúnar þá sá ég að hann var með eymdarsvip og spurði mig svo "oj,,pabbi finnur þú lyktina hérna!?'" ´ mér var öllum lokið og ákvað að taka saman draslið og henda því og koma okkur heim. Á sama tíma fer fjölskyldan af stað, og þegar ég geng framhjá bekknum sem drengurinn hafði setið á þá sá ég að hann var allur útataður þar sem hann hafði setið........
Eftir þessa reynslu þá segi ég...................ja....hvað get ég sagt!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er íslenska þjóðin geðhvarfasjúk?
27.3.2008 | 21:37
Þegar ég var að alast upp var hægt að kaupa kók í eins lítra glerflöskum,sem keypt var með helgarmatnum, poppinu og vídeóspólunum. Ég man að ef maður vogaði sér að opna ísskápinn snemma á laugardegi þá var hrópað!...láttu kókið vera!! það á að vera með matnum í kvöld!! Í dag er hægt að fá kók í tveggja lítra umbúðum og er jafnvel notað á hverjum degi á sumum heimilum, en eitt er samt óbreyt!......... krepputal!
Frá því að ég man eftir mér þá hefur þetta krepputal alltaf verið hluti af þjóðinni. Ég veit það ekki en þetta hlýtur að vera svo rosalega genetískt í þjóðinni sem hefur stundum þurft að berjast við alvöru kreppur. það er klárlega að hægast um á markaðinum en fyrr má nú vera! við höfum verið að ganga í gengum ótrúlega tíma en það er eins og þjóðin trúi því ekki að það sé hægt að hafa það gott. Nú ætti okkur að hefnast grimmilega að svo mikið sem að hafa vogað okkur að hugsa um að skipta um húsnæði, kaupa betri bíla o.s.fv. Ég veit að það er til fullt af fólki sem hefur ekkert haft efni á því fjárfesta í t.d nýjum bílum, en það er til fólk sem getur það og gott betur en það.
Húsnæðis markaðurinn er náttúrulega alveg fáráðlegur, þar sjáum við geðhvarfasýkina í allri sinni mynd. Nú er búið að bremsa af þensluna sem var þar í gangi, og komin ......kreppa! Af hverju var ekki hægt að láta þensluna ganga yfir á eðlilegan hátt og ná jafnvægi, hvað gerist svo þegar vextir lækka, þá fara allir af stað sem ekki geta keypt núna og allt fer af stað aftur, og íbúðaverð er svo reiknað inn í verðbólguna....þvílík snilld!
Ég er orðin rosalega þreyttur á þessu krepputali, það má ekki orðið líta í dagblað í dag þá nánast sér maður hauskúpu á forsíðunum, og er þar DV fremstur í flokki. Man eftir forsíðu í júlí 2005 þá stóð að húsnæðismarkaðurinn væri að hrynja, verðið hélt áfram að hækka í tvö ár á eftir!
Stjórnendur stærstu fyrirtækja svartsýnni en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Er ég að breytast í kerlingu!
15.3.2008 | 13:44
Ég er með það á hreinu að ég sé að breytast í kerlingu, ég sofnaði fyrir kl. 23.00 í gærkveldi, og vaknaði kl.8.30 og dreif mig í ræktina, kom svo heim og setti í þvottavél, vaskaði upp, þreif alla íbúðina, og hengdi upp úr þvottavélinni. Ég er ekki að meina að þetta séu einhver kvenmanns verk! en ég hef áhyggjur af því að mér líður ekki vel nema allt sé tipp topp! Hér áður fyrr þá gat ég andað rólega þó svo að ekki væri búið að þrífa í einhvern tíma. En nú er ég með ryksuguna á lofti oft í viku og geri allsherjar hreingerningu oft í mánuði. Þoli ekki að sjá ryk á gólfinu, og skrúppa klósettið reglulega. Hvað er að ske?! Er ég komin með áráttu eða hvað!? .....hehe....en það er samt helvíti gott að slaka á og kúra í hreinni íbúð. En það er einmitt málið!! ég gat slakað á og kúrað þótt svo að ekki væri búið að þrífa hér áður fyrr, en núna er það ómögulegt!!.....eitthvað sem ég hélt að væri bara innbyggt í kvenfólk......þannig að ég hlýt að vera breytast í kerl........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja.....
26.2.2008 | 23:45
Þetta lag er fast í heilanum á mér þessa dagana.......Brúsi kallinn kann að semja slagarana!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyndið!
25.2.2008 | 22:21
.....ég hélt að Gallagher væri svona töffari, ég hefði alveg eins búist við þvi að hann væri búinn að buffa Blunt..........sé þetta alveg fyrir mér..............."you beatiful" you beatiful.......
Gallagher selur hús til að forðast Blunt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er gott að......
19.2.2008 | 19:32
...vera byrjaður í líkamsræktinni aftur. Keypti mér tæpan þriggja kílóa dunk af próteini og Hydroxycut í gær. Ég hef verið duglegur að mæta, en það er eitt sem er að plaga mig! mig langar að mæta á morgnana kl hálf 6.30 sem þýðir að ég þarf að vakna kl 6.00..... en ég er bara ekki að meika það, hef náð því stundum en oftast ekki, slekk óvart á klukkunni, sofna aftur og sef yfir mig. En þá er ég að mæta eftir vinnu sem er svo sem ágætt en það er samt helvíti hressandi að vera búinn í líkamsrækt áður en maður mætir í vinnuna. Hvað á ég að gera, fara að sofa kl átta! eða drekka kaffi í svefni svo ég vakni. Ég hlýt að ná þessu fyrir rest. Ef þið kunnið einhver ráð þá endilega látið mig vita!
ps. Heyrði einhvern tala um eitthvað sem heitir KFC í dag, ég var ekki alveg að fatta......hvað er það!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fótapumpa.....
15.2.2008 | 00:05
Bíll sem gengur fyrir lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Verð að blogga um þetta!....
9.2.2008 | 22:31
Nú er ég búinn að liggja í allan dag vegna flensu! ég er búinn að sofa til að ná þessum óþverra úr mér og horfa á sjónvarpið. Horfði á fréttir sem ekki er nú í frásögu færandi nema hvað! Það voru fréttir af sauðburði einhversstaðar í afdölum! Mikið rosalega er ég orðin þreyttur á fréttum af sauðburði á hverju ári!....hvað er málið!?!? og alltaf eru menn jafnhissa Fréttamaður:"hvað segir þú? þú hefur náttúrulega ekki búist við þessu?" Bóndi" nei þetta kom mér alveg rosalega á óvart!" það er 9 feb og...blablabla....!" Hvað hefur maður séð margar svona fréttir af sauðburði...
SVO ER ANNAÐ!! fréttir af glitskýi,!! Fréttamaður "glitský sást í dag í Hrútafirði!" og svo tekur við löng skýring á því hvað glitský er! Afsakið!! sökum fréttar af glitskýi síðustu ár þá er ég orðinn sérfræðingur um glitský og er ekki nema 37 ára...talið við mig þegar ég verð orðinn 57, þá held ég örugglega úti bloggsíðu um glitský!
OG EITT Í VIÐBÓT!! Af hverju þurfa fréttamenn alltaf að nota Hallgrímskirkju sem mælieiningu þegar lýsa þarf hæð! Fréttamaður"þetta er alveg gríðarleg hæð og jafnast á við fimm Hallgrímskirkjur" döööö.......af hverju er ekki hægt að segja bara hvað hæðin er í metrum, það er eins og við sem erum að horfa á fréttirnar séum á leikskóla.....! Er ekki kominn tími á að hætta þessu í allavegana nokkur ár, ég veit að ég get skipt um stöð o.s.f.v en þetta er samt andskoti pirrandi!.............Já já...... það er nú svo!.....annars allt gott að frétta.....
Fólk í Úganda gleðst yfir fréttum af glitskýi sem sást á Dalvík
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta er á Veðurstofu íslands!...........veðurspá!
8.2.2008 | 21:59
Það er eins gott að taka bara gott kúr í kvöld og horfa á dvd enda vorum við fljótir að skella okkur á leiguna, ég og kúturinn minn þegar ég var búinn að vinna! Tókum tvær góðar og svo er ágætis ævintýramynd í sjónvarpinu. Svo var náttúrulega náð í mat á .......... Verð samt að viðurkenna að það fauk nú svolítið í mig þegar ég sá veðurfréttirnar í kvöld, svo var allt orðið fokdýrt út í leigu..............bwuuuuuuuuuhhahahahhahaha!
Þessi var víst fyrir utan veðurstofu íslands í dag að kvarta undan veðrinu.
PS. Engin ábyrgð er tekinn á lélegum bröndurum í þessari færslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sukiyaki
4.2.2008 | 18:40
Var að þvælast á youtube um daginn og rakst á Kyu söngla þetta lag. Mér finnst þetta lag vera eitt það fallegasta í heimi. Það er eitthvað svo melókolískt við það. Man þegar ég heyrði það fyrst og var ungur og hlustaði á rokk, þá var erfitt að viðurkenna það fyrir mér og öðrum að þetta væri fallegt lag. þetta lag var notað í íslenskri auglýsingu fyrir einu eða tveimur árum og fór mikið í taugarnar á mér vegna þess að ég er fullviss að það hafi ekki verið leyfi til þess, en það er önnur saga. Lagið er eftir Rokusuke Ei, en hann samdi það eftir að hafa verið dumpað af japanskri leikkonu og var náttúrulega sár karlgreyið, en sorglegra er það að Kyu sem gerði þetta lag vinsælt um víða veröld dó í einu stærsta flugslysi sem sögur fara af árið 1985 en þá fórust eitthvað á fimmta hundruð manna í einu flugslysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)