Færsluflokkur: Bloggar

Matur í sjónvarpi

Hvað er málið með eldamennsku í sjónvarpi, var að horfa á Sex til sjö áðan og þar er alltaf einhver gesturinn að brasa einhverja ævintýrarétti sem enginn tími er til að elda svona á venjulegu heimili svo  er allaf sagt í svona þáttum að þetta taki engan tíma, ég veit ekki en þetta er alveg rosalega skrýtið sjónvarpsefni að horfa á einhvern elda, maður verður alltaf drullusvangur af því að horfa á þetta og alltaf þegar ég horfi á svona þætti þá undirstrikar það að ég er alveg einstaklega lélegur kokkur.  Fyrir það fyrsta þegar ég ætla að elda eitthvað spennandi sem maður hefur séð i svona þætti eða maður fær uppskrift af einhverju, þá er alltaf eitthvað í uppskriftini sem er framandi og tekur tíma og fyrirhöfn að ná í, og svo þegar búið er að redda hinu og þessu í réttin þá er klukkan orðin svo margt að það tekur ekki að fara að elda (þvílíkt væl) en ef að er tími til, þá tekur við ævintýraeldamenska sem einkennist aðallega af fáti og fumi sem endar með því að yfir borðhaldinu dauðsér maður eftir því að hafa bara ekki splæst í sig á "Style´num".  Mér finnst miklu skemmtilegra að borða en að elda, enda nýt ég þess að fara út að borða og láta einhvern annan elda fyrir mig og svo er konan mín miklu flinkari en ég og bíðst ég iðulega til að ganga frá frekar en að elda, og ég vill fá að borða helst strax þegar ég er svangur þess vegna einkennist mín eldamennska aðallega af einhverju fljótlegu t.d. spældu eggi með brauði og áleggi sem varla mundi teljast spennandi sjónvarpsefni.....já spáiði í það.....GESTUR OKKAR Í DAG ER HELGI OG HANN ÆTLAR AÐ SÝNA OKKUR HVERSU FLJÓTLEGT ER AÐ SJÓÐA HAFRAGRAUT.. ég kann það þó og ég kann að grilla svo að ég þarf ekkert að skammast mín þó svo að ég sé ekki í því að töfra fram einhverja framandi rétti.


Jæja.....! Eurovision

Jæja hér ætla ég að blogga, vonandi vel og lengi.....hummm....já.... horfði á Eurovision á laugardaginn með öðru auganu og hlustaði með 1/4 eyra og það sem ég heyrði og sá var....já mjög lítið en ég sá Lordi frá Finnlandi og var alveg ótrúlegt að heyra allt í einu rokklag í öllu þessu poppmiðjumoði, ja nær varla að vera miðjumoð.  Ég get varla sagt að þetta sé harðkjarnarokk eins og ég hef heyrt suma segja, þetta er bara venjulegt rokklag sem sver sig í ætt rokkara eins og Alice Cooper, Ozzy Osbourne o.fl.  það hefði verið ótrúlegt að sjá þá félaga taka þátt í þessu brölti þegar þeir voru upp á sitt besta, Ozzy hefði til dæmis bitið höfuðið af mörggæs í lok lagsins...nei ég segi svona.  En undarleg þótti mér auglýsingin sem birtist í Fréttabl. siðastliðin föstudag þar sem okkur Íslendingum er óskað til hamingju (sennilega verið að vísa til framlag okkar íslendinga og snúa því upp í smá kaldhæðni) og við hvattir til þess að senda Geir Ólafs til leiks að ári liðnu.  Í ljósi þeirrar múgæsingu sem skapaðist í kringum hana Silvíu okkar Nóttar kæmi mér ekkert á óvart að hann yrði valin því eins og prímadonnan hún Silvía þá er hann sannfærður um að hann rúlli þessu upp.  Það yrði frábært að fylgjast með því yrði hann fyrir valinu, þjóðin myndi auðvitað ætlast til að hann myndi haga sér svona og hinsegin því eins og með Silvíu þá var hún kosin með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, af fólki sem hafði alla þá vitneskju um hvernig mann hún hefur að geyma, og halda svo að hún mundi breytast í pissudúkku þarna úti...ja hérna, en Geir Ólafs mundi að sjálfsögðu halda sér í karater og ef að hann mundi hneyksla þá þýðir ekkert að fara í fýlu

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband