Jæja.....! Eurovision

Jæja hér ætla ég að blogga, vonandi vel og lengi.....hummm....já.... horfði á Eurovision á laugardaginn með öðru auganu og hlustaði með 1/4 eyra og það sem ég heyrði og sá var....já mjög lítið en ég sá Lordi frá Finnlandi og var alveg ótrúlegt að heyra allt í einu rokklag í öllu þessu poppmiðjumoði, ja nær varla að vera miðjumoð.  Ég get varla sagt að þetta sé harðkjarnarokk eins og ég hef heyrt suma segja, þetta er bara venjulegt rokklag sem sver sig í ætt rokkara eins og Alice Cooper, Ozzy Osbourne o.fl.  það hefði verið ótrúlegt að sjá þá félaga taka þátt í þessu brölti þegar þeir voru upp á sitt besta, Ozzy hefði til dæmis bitið höfuðið af mörggæs í lok lagsins...nei ég segi svona.  En undarleg þótti mér auglýsingin sem birtist í Fréttabl. siðastliðin föstudag þar sem okkur Íslendingum er óskað til hamingju (sennilega verið að vísa til framlag okkar íslendinga og snúa því upp í smá kaldhæðni) og við hvattir til þess að senda Geir Ólafs til leiks að ári liðnu.  Í ljósi þeirrar múgæsingu sem skapaðist í kringum hana Silvíu okkar Nóttar kæmi mér ekkert á óvart að hann yrði valin því eins og prímadonnan hún Silvía þá er hann sannfærður um að hann rúlli þessu upp.  Það yrði frábært að fylgjast með því yrði hann fyrir valinu, þjóðin myndi auðvitað ætlast til að hann myndi haga sér svona og hinsegin því eins og með Silvíu þá var hún kosin með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, af fólki sem hafði alla þá vitneskju um hvernig mann hún hefur að geyma, og halda svo að hún mundi breytast í pissudúkku þarna úti...ja hérna, en Geir Ólafs mundi að sjálfsögðu halda sér í karater og ef að hann mundi hneyksla þá þýðir ekkert að fara í fýlu

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband