"Samkvæmt nýjustu rannskóknum er mjög óhollt að lifa!!"
24.6.2006 | 19:21
Mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á fréttum um rannsóknir á hinu og þessu, þar sem niðurstöður eru matreiddar sem einhver heilagur sannleikur, o.k.... kannski er eitthvað til í þessari frétt sem ég var að lesa, að það eru meiri líkur á að fólk sem ekur um á jeppum brjóti lögin í umferðinni. En ég spyr! væri ekki nær að gera könnun á því hvernig fólk það er sem ekur um á jeppum, hvernig félagslegar aðstæður eru o.s.frv. það getur ekki verðið marktækt að fylgjast bara með umferð í einhverju hverfi í London í tvær vikur. Við lifum á tímum þar sem markaðshyggjan ræður ríkjum og margt hefur maður heyrt um ágæti þessara kannanna, mér er t.d. minnistætt að samkvæmt nýjustu rannsóknum þá er súkkulaði talið bráðhollt!! og skapa vellíðan, það sem það hefur áhrif á serotínið í heilanum... .....comon! það vita það allir að ef að þú borðar súkkulaði í hófi þá ætti að vera allt í lagi að borða það og auðvitað líður manni vel á meðan maður er að borða það,og á eftir vegna þess að það er svo gott. En ef þú hins vegar borðar bara súkkulaði og hreyfir þig kannski ekki neitt þá er súkkulaði kannski ekki bráðholt. Báðir afar mínir komust langt á tíræðisaldurinn, eftir því sem ég veit best þá borðuðu þeir allt sem íslenskur matur hefur upp á að bjóða, annar þeirra var rosalega mikil sælkeri, vann sem bókari í heildverslun sem flutti inn hið landsfræga Prins Póló og alltaf var það á borðum þegar maður kíkti í kaffi, ég man að hann smurði t.d. þykkt lag af smjöri á brauðið sem hann borðaði, soðningin var alltaf borin fram með mörfloti, hann át kjötfarsbollur,steiktan fisk í raspi þar sem smjörlíkið var ekki sparað, en samkvæmt rannsóknum á þessum tíma þótti það hollara en venjulegt smjör, hann komst samt á tíræðisaldurinn, en manni er til dæmis ráðlagt í dag að setja lítið af venjulegu smjöri á brauðið, helst ekki neitt....já! í dag á maður helst ekki að borða neitt af þessu því samkvæmt nýjustu rannsóknum er þetta allt saman óhollt. Ég er ekkert á móti rannsóknum, en þær þurfa að vera trúverðugar og ég bíð eftir þeirri sem á eftir að koma með þá niðurstöðu að það sé mjög óhollt að lifa...!!!!
Bloggar | Breytt 6.7.2006 kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hroki!
18.6.2006 | 16:41
Fyrir svona tólf til fimmtán árum síðan þegar ég var mjög ungur og vitlaus þá átti ég til að detta í hroka sem gat byrgt mér sýn og fengið mig til að taka rangar ákvarðanir, sem ég ætla ekki að fara alveg út í hér en eitt af því sem ég gat endalaust set út á var tónlistasmekkur hjá öðru fólki. Á þessum tíma var grudge...ið að ryðja sér til rúms og platan ,,Smells like teen spirit seldist í bílförmum. Hins vegar var ég að hlusta mikið á bresku bylgjuna, hljómsveitir eins og Primal scream, Stone Roses sem síðar átti eftir að breytast í britpopp með hljómsveitum á borð við Oasis, Pulp o.fl. en ég hlustaði á alla tegund af tónlist nema.....og takið eftir !!!!!......nema slæma tónlist! Og hvað kallaði ég slæma tónlist, jú tónlist sem var spiluð á t.d. Bylgjunni og Fm-957. Ég man að ég hataði hljómsveitir eins og Sálina Hans Jóns Míns og ég hataði hana alveg sérstaklega út af því að hún var vinsæl popphljómsveit sem spilaði ekki djúpt þenkjandi þunglyndisrokk eða hástemmd taktfast Manchester groove eins og piltararnir í Happy Mondays voru þekktir fyrir, heldur spiluðu þeir píkupopp, sem tuttugu og eitthvað ára gamall töffari frá Reykjavík gat ekki látið heyrast að hann væri að hlusta á.
Ef við horfum lengra aftur í tímann, svona eins og tuttugu ár aftur í tíman þegar kallinn var bara táningur þá var annað upp á teningnum. Þá var eight..tísið í algleymingi og drengurinn gekk um með blásið hár og bretti upp ermarnar á leðurjakkanum, sem voru með böndum, og tróð buxnaskálmunum í hvítu sportskokkana sem tóku sér vel út í Top Ten Adidas körfubolta skónum. Já ég var Duran Duran aðdáandi og uppáhalds hljómsveitin mín var.......................já hún var A-ha, en hvað gerðist?
Þegar ég var tólf ára kom píanó inn á heimilið sem mamma ætlaði að geyma fyrir vinkonu sína sem var að flytja til Ástralíu. Ég fór að glamra á það og þegar árin liðu var ég allt í einu farinn að pikka upp lög eftir eyranu! og eitt leiddi af öðru og á nokkrum tímabilum fram að þessu hef ég stundum starfað sem tónlistarmaður, hef verið í mörgum hljómsveitum sem aldrei hafa náð að meika það eins og maður segir á góðri íslensku, og ég hef alltaf verið að semja tónlist. Ég semsagt taldi mig trú um það að fyrst að ég spilaði á hljóðfæri og kynni að semja tónlist þá vissi ég betur!, þá vissi ég hvað góð tónlist væri og hvað vond tónlist væri, ég fór að telja mér trú um það að tónlist og texti sem hefur enga dýpt eða fjallar ekki að minnsta kosti um einn mannlegan breyskleika væri ekki þess virði að hlusta á. Þegar að uppblásta hárið varð að frjálslegu rokkhári og Top Ten skórnir vekju fyrir kúrekaskóm með stáltá, þá var náttúrulega ekki hægt að hlusta á a-ha og í mörg ár purkaðist ég með aðdáun mína á þeirri hljómsveit og lýsti vanþóknun minni á popptónlist almennt. Í dag hef ég náð nokkuð góðum bata af þessum hroka sem ég hef þjást af síðustu ár.
Í gær 17.júní þá var ég með sex ára gömlum syni mínum að horfa á barnaskemmtunina þar sem meðal annars, Nylon flokkurinn var að skemmta, og ég verð að segja að það kom mér verulega á óvart hvað þær voru lagvissar, öruggar og geisluðu af leikgleði sem skilaði sér til allra nærstadda, þar á meðal mig sem óraði ekki fyrir því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gefa tónlist af þessari sort einhvern gaum! En svona er nú lífið einu sinni og vona ég að þetta sé ekki merki um það að ég sé orðin gamall, heldur merki um þroska. Já, ég hef náð það miklum bata að ég hlusta stundum á Sálina Hans Jóns Míns, og ég á tvö uppáhaldslög með þeim, ég segi öllum sem heyra vilja að a-ha sé enþá ein af uppáhaldshljómsveitin mínum, ég er bara alæta á tónlist eins og það kallast! og um daginn þegar ég sat úti bíl og var eitthvað leiður, var mér á að hækka í útvarpinu og um leið byrjaði lagið Angels með Robbie Williams og ég fékk gæsahúð, allt í einu heyrði ég lagið og í dag finnst mér þetta magnað lag, hver hefði getað trúað því.......................ekki ég.....!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja.......
16.6.2006 | 20:37
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"æðislegt"
14.6.2006 | 19:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yes please!!
11.6.2006 | 22:45
Skrapp til Tyrklands í viku og var að koma heim í vikunni, flaug burt úr roki og rigningu og kom heim í rok og rigningu en hvað með það maður býr nú einu sinni á landi sem kennt er við ís og er í næsta nágrenni við norðurpólinn! Ég get ekki sagt annað en það kom mér verulega á óvart hvað það er fallegt á Tyrklandi, allavega á þeim stað sem ég var á og verð ég að viðurkenna að ég hef lítið verið í því að alfa mér upplýsingar um þetta blessaða land sem maður eiginlega þekkir bara í gegnum Soffíu Hansen, og svo veit maður að Istanbul er höfuðborgin, en ég hélt að þetta væri bara eyðimörk en það er nú aldeilis ekki það er svo gróðursælt og fallegt þarna að maður bara gapti. Við gistum á þriggja stjörnu hóteli í Marmaris sem er nánast við ströndina og var allt eins og það átti að vera. Tyrkir eru alveg ótrúlega skemmtilegir, starfsfólkið á hótelinu var vingjarnlegt og vildi allt fyrir mann gera sem er alveg öfugt við t.d. Spánverjanna sem mér finnst persónulega upp til hópa dónalegir og hrokafullir! Tyrkir eru samt engir englar, í fyrsta lagi eru þeir allir mjög harðir sölumenn og margir eru nánast óheiðarlegir en það er í þínum höndum að sjá í gegnum það og man ég að í rútunni frá flugvellinum bað fararstjórinn okkur að fara varlega í það að versla leður og skartgripi en Tyrkir eru sérfræðingar í því að gera eftirlíkingar af vörum af því tagi. Í öðru lagi þá eru þeir ekki bara harðir sölumenn heldur eru þeir líka mjög ágengir og nánast gleypa mann ef maður svo lítið sem slysast til að líta í augun á þeim, en oftast þurfti ekki neitt annað en að ganga fram hjá verslun eða veitingastað og þá var byrjað........ come lock my store, my friend I give you good price!( á bjagaðri og vitlausri málfræðilegri ensku) og oftast var tekið í hendinna á manni og ef maður sýndi ekki áhuga þá var haldið áfram excuse me sir were you from? en lang fyndnast fannst mér þegar þeir hrópuðu YES PLEASE!! til að vekja á sér athygli...yes please! hvað er það? JÁ GERÐU ÞAÐ! (gaman að sjá hvernig það mundi virka t.d. í Elko)....en allt mjög vinalegt en stundum svolítið örvæntingarfullt og var mér oft hugsað til Gunnars Andra og hans ágæta söluskóla sem hann rekur, því þarna þyrfti að taka nánast 99% af liðinu og þjálfa upp á nýtt. Þetta er samt allt sem maður hefur í hendi sér ef maður er ákveðin og lærir að sjá muninn á því sem er fake og því sem er ekta, og maður er fljótur að átta sig á muninum ef maður nennir að hafa sig eftir því en ég skemmti mér konunglega við að prútta og sjá hvað maður komst langt og gaman var að sjá viðbrögðin þegar maður nefndi eitthvað fáráðlegt verð þegar maður vissi að um fake vöru var um að ræða, sumir urðu nánast reiðir, aðrir fóru að hlægja, en sumir urðu bara sárir og hélt ég að sumir ætluðu að fara að gráta.
Að fara út að borða í Marmaris er ævintýri líkast, þegar þú gengur til dæmis á Bar street er barist um athygli þína eins og ég lýsti hér á undan og þér boðið upp á hinar og þessar kræsingar á misjöfnum stöðum þó, en okkur tókst að borða á mjög góðum stöðum þar sem maturinn var mjög góður og ódýr, við vorum samt oft í samfloti við vinarfólk okkar sem voru búin að vera í viku áður en við komum og gátu leiðbeint okkur hvar best væri að fara að borða.
Veðrið var frábært, en stundum dálítið heitt og fór hitinn stundum í 38° á þeim tíma sem við vorum þarna en það er ekki mikil raki, ég heyrði það að hitinn þarna í júlí og ágúst gæti stundum farið langt upp í 50° þegar heitast verður,mér finnst allt í lagi að vera í smá hita enda er það smá tilbreyting frá ísskápshitanum sem ríkir hér megnið af árinu.
Niðurstaða mín með þessum orðum eru þessi Tyrkland(Marmaris) er frábær staður til að sækja, þú getur étið góðan mat fyrir lítið, skoðað þig um og verslað, skemmt þér á klúbbum og síðast en ekki síst legið í sólbaði í fallegu umhverfi......yfir og út!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afmörkuð stund
28.5.2006 | 11:04
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Matur í sjónvarpi
23.5.2006 | 19:40
Hvað er málið með eldamennsku í sjónvarpi, var að horfa á Sex til sjö áðan og þar er alltaf einhver gesturinn að brasa einhverja ævintýrarétti sem enginn tími er til að elda svona á venjulegu heimili svo er allaf sagt í svona þáttum að þetta taki engan tíma, ég veit ekki en þetta er alveg rosalega skrýtið sjónvarpsefni að horfa á einhvern elda, maður verður alltaf drullusvangur af því að horfa á þetta og alltaf þegar ég horfi á svona þætti þá undirstrikar það að ég er alveg einstaklega lélegur kokkur. Fyrir það fyrsta þegar ég ætla að elda eitthvað spennandi sem maður hefur séð i svona þætti eða maður fær uppskrift af einhverju, þá er alltaf eitthvað í uppskriftini sem er framandi og tekur tíma og fyrirhöfn að ná í, og svo þegar búið er að redda hinu og þessu í réttin þá er klukkan orðin svo margt að það tekur ekki að fara að elda (þvílíkt væl) en ef að er tími til, þá tekur við ævintýraeldamenska sem einkennist aðallega af fáti og fumi sem endar með því að yfir borðhaldinu dauðsér maður eftir því að hafa bara ekki splæst í sig á "Style´num". Mér finnst miklu skemmtilegra að borða en að elda, enda nýt ég þess að fara út að borða og láta einhvern annan elda fyrir mig og svo er konan mín miklu flinkari en ég og bíðst ég iðulega til að ganga frá frekar en að elda, og ég vill fá að borða helst strax þegar ég er svangur þess vegna einkennist mín eldamennska aðallega af einhverju fljótlegu t.d. spældu eggi með brauði og áleggi sem varla mundi teljast spennandi sjónvarpsefni.....já spáiði í það.....GESTUR OKKAR Í DAG ER HELGI OG HANN ÆTLAR AÐ SÝNA OKKUR HVERSU FLJÓTLEGT ER AÐ SJÓÐA HAFRAGRAUT.. ég kann það þó og ég kann að grilla svo að ég þarf ekkert að skammast mín þó svo að ég sé ekki í því að töfra fram einhverja framandi rétti.
Bloggar | Breytt 29.5.2006 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja.....! Eurovision
22.5.2006 | 20:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)