Er íslenska þjóðin geðhvarfasjúk?

Þegar ég var að alast upp var hægt að kaupa kók í eins lítra glerflöskum,sem keypt var með helgarmatnum, poppinu og vídeóspólunum.  Ég man að ef maður vogaði sér að opna ísskápinn snemma á laugardegi þá var hrópað!...láttu kókið vera!! það á að vera með matnum í kvöld!!  Í dag er hægt að fá kók í tveggja lítra umbúðum og er jafnvel notað á hverjum degi á sumum heimilum, en eitt er samt óbreyt!......... krepputal!

Frá því að ég man eftir mér þá hefur þetta krepputal alltaf verið hluti af þjóðinni.  Ég veit það ekki en þetta hlýtur að vera svo rosalega genetískt í þjóðinni sem hefur stundum þurft að berjast við alvöru kreppur.  það er klárlega að hægast um á markaðinum en fyrr má nú vera! við höfum verið að ganga í gengum ótrúlega tíma en það er eins og þjóðin trúi því ekki að það sé hægt að hafa það gott.  Nú ætti okkur að hefnast grimmilega að svo mikið sem að hafa vogað okkur að hugsa um að skipta um húsnæði, kaupa betri bíla o.s.fv.   Ég veit að það er til fullt af fólki sem hefur ekkert haft efni á því fjárfesta í t.d nýjum bílum, en það er til fólk sem getur það og gott betur en það.

Húsnæðis markaðurinn er náttúrulega alveg fáráðlegur, þar sjáum við geðhvarfasýkina í allri sinni mynd.  Nú er búið að bremsa af þensluna sem var þar í gangi, og komin ......kreppa!  Af hverju var ekki hægt að láta þensluna ganga yfir á eðlilegan hátt og ná jafnvægi,  hvað gerist svo þegar vextir lækka, þá fara allir af stað sem ekki geta keypt núna og allt fer af stað aftur, og íbúðaverð er svo reiknað inn í verðbólguna....þvílík snilld!

Ég er orðin rosalega þreyttur á þessu krepputali, það má ekki orðið líta í dagblað í dag þá nánast sér maður hauskúpu á forsíðunum, og er þar DV fremstur í flokki.  Man eftir forsíðu í júlí 2005 þá stóð að húsnæðismarkaðurinn væri að hrynja, verðið hélt áfram að hækka í tvö ár á eftir! 

 


mbl.is Stjórnendur stærstu fyrirtækja svartsýnni en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á morgun ætla ég að leggja bensínlausri mözdunni minni fyrir aðalinnganginn hjá Remax Lind svo fólk geti ekki keypt sér húsnæði.

Eitthvað verður að gera til að sporna gegn verðbólgunni!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

....hey Dóra!  ég fékk ekkert páskaegg yfir páskana, ég fékk verðbólgu í hálsinn, hafði ekki lyst!.....og ef ég heyri einu sinni enn minnst á kreppu þá fer ég að grenja......

hehe......Svavar, á ég ekki að koma á Mözdunni minni líka.......

Helgi Kristinn Jakobsson, 27.3.2008 kl. 23:21

3 identicon

Ég legg alveg einstakan grip í púkkið: nýleg corolla sem kostar meira en lánið sem hvílir á henni...sennilega síðasti bíllinn á landinu sem gæddur er þeim ótrúlegu eiginleikum. Skal leggj'enni beint fyrir aftan mözdurnar!!

Sæunn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

lán!?.....sagðir þú lán Sæunn!.....er hægt að fá lán......hvar??.........ég sem sótti um lán fyrir páskaeggjum fyrir helgi, en var synjað......ekki til veð fyrir því......

Helgi Kristinn Jakobsson, 27.3.2008 kl. 23:45

5 identicon

ég þori að veðja að þú getur veðsett prótíndúnkinn þinn!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 08:10

6 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

Heyrðu nú Helgi....ertu bara alveg hættur að blogga

Anna J. Óskarsdóttir, 3.4.2008 kl. 19:07

7 identicon

Já hvað er að ske!?

Ég blogga eins og vindurinn í meðvindi en það er bara logn hjá þér!!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

ok....Anna!....ég skal koma í bloggkeppni við þig ef þú þorir ,

ertu að tala um innblástur Svavar!.....ég er meira með útblástur þessa daganna

Helgi Kristinn Jakobsson, 3.4.2008 kl. 21:35

9 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hahhahahhah útblástur...nú er Anna forvitin   

En jahhh eigum við að vera að því Helgi... ertu maður í smá keppni

og notaðu púkann púkinn þinn   (ég þarf hann sko ekki, er svo ógó góð í stafsetningu  ... t.d. hvaaaað er einhvað.... hahahhaha  æi ég er hætt, er í bara smá púka skapi ...

kv Anna púki

Anna J. Óskarsdóttir, 5.4.2008 kl. 22:55

10 identicon

Anna, fáðu þér bara Piparpúka en passaðu þig að nudda ekki augun því piparinn getur valdið sviða eins og strákurinn minn komst að af biturri reynslu  

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband